Peugeot 308 GT Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 14:16 Peugeot 308 GT. Núverandi bíll ársins er Peugeot 308 og var kjörinn með fáheyrðum yfirburðum fyrr á árinu. Það kemur því vart á óvart að Peugeot vilji fjölga útgáfum þessa bíls og ætlar því að framleiða kraftaútgáfu af bílnum góða sem heita mun Peugeot 308 GT. Hann verður með sömu vél og finnst í Peugeot 208 bílnum, 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó örlitla aflaukningu og skilar 202 hestöflum. Hún hendir 308 GT bílnum í hundraðið á 7,5 sekúndum. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Kaupendur geta valið á milli „sedan“-lags bílsins og langbaksgerð, líkt og Ford býður með Focus ST bíl sinn. Þá verður einnig í boði kröftug dísilútgáfa Peugeot 308 með 177 hestafla vél og 295 pund/feta togi. Er þar ekki ólíkur bíll á ferð og Volkswagen Golf GTD eða nýr Ford Focus diesel. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Núverandi bíll ársins er Peugeot 308 og var kjörinn með fáheyrðum yfirburðum fyrr á árinu. Það kemur því vart á óvart að Peugeot vilji fjölga útgáfum þessa bíls og ætlar því að framleiða kraftaútgáfu af bílnum góða sem heita mun Peugeot 308 GT. Hann verður með sömu vél og finnst í Peugeot 208 bílnum, 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó örlitla aflaukningu og skilar 202 hestöflum. Hún hendir 308 GT bílnum í hundraðið á 7,5 sekúndum. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Kaupendur geta valið á milli „sedan“-lags bílsins og langbaksgerð, líkt og Ford býður með Focus ST bíl sinn. Þá verður einnig í boði kröftug dísilútgáfa Peugeot 308 með 177 hestafla vél og 295 pund/feta togi. Er þar ekki ólíkur bíll á ferð og Volkswagen Golf GTD eða nýr Ford Focus diesel. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent