Toyota fer ótroðnar slóðir Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2014 13:23 Miklir notkunarmöguleikar felast í þessum bíl og hann er engum líkur. Toyota kynnir þennan fjölnota bíl á World Maker Faire sýningunni í New York seinna í mánuðinum en sú sýning er haldin af tímaritinu Make og ætlað fólki sem gerir hlutina sjálft (Do It Yourself). Bíllinn hefur fengið nafnið Toyota Urban Utility, eða U2. Þessi bíll er einmitt ætlaður fólki með ævintýraþrá, fólki sem fer mikið út fyrir borgarmörkin og hefur ýmislegt í farteskinu á leið sinni til ævintýra. Toyota vill meina að skortur sé á smærri bílum sem þjóni slíkum þörfum, þ.e. minni bílum en jeppum með enn meira notagildi. Þessi bíll er með flutningsgetu á við smærri sendibíl, meira notagildi en pallbíll og ótrúlegan sveigjanleika. Fjarlægja má eða leggja niður aftursæti en einnig farþegasæti að framan. Mikið er af allskonar festingum í bílnum fyrir útvistargræjur og innanrýmið er gert úr nautsterkum efnum sem þola eiga mikið álag. Afturhlerinn leggst flatur og hefur styrk til að sitja eða standa á honum. Þakið má opna að fullu og setja má slá þvert á afturenda bílsins til stuðnings farangurs. Að innan eru hjólafestingar fyrir reiðhjól. Toyota fer því ótroðnar slóðir og býður fólki bíl fyrir ótroðnar slóðir.Ferlega flottur að innan. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Toyota kynnir þennan fjölnota bíl á World Maker Faire sýningunni í New York seinna í mánuðinum en sú sýning er haldin af tímaritinu Make og ætlað fólki sem gerir hlutina sjálft (Do It Yourself). Bíllinn hefur fengið nafnið Toyota Urban Utility, eða U2. Þessi bíll er einmitt ætlaður fólki með ævintýraþrá, fólki sem fer mikið út fyrir borgarmörkin og hefur ýmislegt í farteskinu á leið sinni til ævintýra. Toyota vill meina að skortur sé á smærri bílum sem þjóni slíkum þörfum, þ.e. minni bílum en jeppum með enn meira notagildi. Þessi bíll er með flutningsgetu á við smærri sendibíl, meira notagildi en pallbíll og ótrúlegan sveigjanleika. Fjarlægja má eða leggja niður aftursæti en einnig farþegasæti að framan. Mikið er af allskonar festingum í bílnum fyrir útvistargræjur og innanrýmið er gert úr nautsterkum efnum sem þola eiga mikið álag. Afturhlerinn leggst flatur og hefur styrk til að sitja eða standa á honum. Þakið má opna að fullu og setja má slá þvert á afturenda bílsins til stuðnings farangurs. Að innan eru hjólafestingar fyrir reiðhjól. Toyota fer því ótroðnar slóðir og býður fólki bíl fyrir ótroðnar slóðir.Ferlega flottur að innan.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent