Harma hlut framhaldsskólanna í fjárlögum Benedikt Traustason og Sigmar Aron Ómarsson skrifar 29. september 2014 14:08 Til þess er málið varðar, Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar að hlutur framhaldsskólanna skuli ekki leiðréttur í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Skv. nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á árunum 2008 – 2012 lækkuðu fjárframlög til skólanna um 2 milljarða. Þetta jafngildir um 8% af framlögum sem áætluð eru árið 2015. Staðan er núna sú, skv. áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar, að meirihluti skólanna eru reknir með halla. Gríðarlega hefur verið skorið niður, námshópar stækkaðir, starfsfólki og námsbrautum fækkað, stuðningur við nemendur minnkaður, verkleg kennsla minnkuð og þörf endurnýjun tækjabúnaðar á mörgum stöðum sett á ís. Að auki hafa skólar í örvæntingu sinni gripið til þess ráðs að hækka innritunar- og efnisgjöld nemenda til þess að reyna að vega upp á móti skerðingum undanfarinna ára. Kemur það verst við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Á sama tíma hafa reglur um veitingu jöfnunarstyrks til þeirra sem sækja nám fjarri sínum heimahögum verið hertar. Skerðir það óneitanlega jafnt aðgengi framhaldsskólanema að námi við hæfi, s.í.l. þeirra sem búa á landsbyggðinni. Af framantöldu ætti öllum að vera ljóst að aðstæður nemenda í framhaldsskólum hafa versnað til mikilla muna á undanförnum árum. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a. um menntamál: „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fjölbreytileiki í skólastarfi er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu.“ Þessi markmið eru góð en ekki er að sjá á stefnu stjórnvalda að þeim sé í raun fylgt eftir. Menntakerfið verður ekki eflt nema viðunandi fjármagn verði sett í skólana. Fjölbreytileiki í skólastarfi, sem vissulega er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi, verður heldur ekki tryggður nema með viðunandi fjármagni. Einnig hefur margoft verið bent á að mikilvægt sé að skapa ungu fólki vænleg skilyrði til búsetu hér á landi. Þar er efling menntakerfisins lykilþáttur. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að nemendafjöldi minnki um tæp 5%. Ekki fæst séð hvernig það markmið muni nást öðruvísi en að hefta aðgang eldri nemenda að námi í ljósi þess að megináhersla verður lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Sé það raunin er það gróf mismunun á nemendum og gæti það fækkað þeim sem stunda verknám, enda er meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum 25,2 ár. Það er þvert á stefnu stjórnvalda en í stjórnarsáttmálanum segir: “Auka þarf áherslu á nám í iðn-, verk-, tækni-, hönnunar- og listgreinum og efla tengsl þessara námsgreina við atvinnulífið.” SÍF hvetur alla þá sem koma að vinnu við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 til að standa vörð um þá grunnstoð íslensks samfélags sem menntakerfið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Til þess er málið varðar, Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar að hlutur framhaldsskólanna skuli ekki leiðréttur í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Skv. nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á árunum 2008 – 2012 lækkuðu fjárframlög til skólanna um 2 milljarða. Þetta jafngildir um 8% af framlögum sem áætluð eru árið 2015. Staðan er núna sú, skv. áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar, að meirihluti skólanna eru reknir með halla. Gríðarlega hefur verið skorið niður, námshópar stækkaðir, starfsfólki og námsbrautum fækkað, stuðningur við nemendur minnkaður, verkleg kennsla minnkuð og þörf endurnýjun tækjabúnaðar á mörgum stöðum sett á ís. Að auki hafa skólar í örvæntingu sinni gripið til þess ráðs að hækka innritunar- og efnisgjöld nemenda til þess að reyna að vega upp á móti skerðingum undanfarinna ára. Kemur það verst við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Á sama tíma hafa reglur um veitingu jöfnunarstyrks til þeirra sem sækja nám fjarri sínum heimahögum verið hertar. Skerðir það óneitanlega jafnt aðgengi framhaldsskólanema að námi við hæfi, s.í.l. þeirra sem búa á landsbyggðinni. Af framantöldu ætti öllum að vera ljóst að aðstæður nemenda í framhaldsskólum hafa versnað til mikilla muna á undanförnum árum. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a. um menntamál: „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fjölbreytileiki í skólastarfi er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu.“ Þessi markmið eru góð en ekki er að sjá á stefnu stjórnvalda að þeim sé í raun fylgt eftir. Menntakerfið verður ekki eflt nema viðunandi fjármagn verði sett í skólana. Fjölbreytileiki í skólastarfi, sem vissulega er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi, verður heldur ekki tryggður nema með viðunandi fjármagni. Einnig hefur margoft verið bent á að mikilvægt sé að skapa ungu fólki vænleg skilyrði til búsetu hér á landi. Þar er efling menntakerfisins lykilþáttur. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að nemendafjöldi minnki um tæp 5%. Ekki fæst séð hvernig það markmið muni nást öðruvísi en að hefta aðgang eldri nemenda að námi í ljósi þess að megináhersla verður lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Sé það raunin er það gróf mismunun á nemendum og gæti það fækkað þeim sem stunda verknám, enda er meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum 25,2 ár. Það er þvert á stefnu stjórnvalda en í stjórnarsáttmálanum segir: “Auka þarf áherslu á nám í iðn-, verk-, tækni-, hönnunar- og listgreinum og efla tengsl þessara námsgreina við atvinnulífið.” SÍF hvetur alla þá sem koma að vinnu við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 til að standa vörð um þá grunnstoð íslensks samfélags sem menntakerfið er.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun