Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 34 prósent.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 34 prósent. Vísir / Ernir
Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka og mælist nú 34 prósent. Það er 2,3 prósentustigum minna en í síðustu mælingu og 4,5 prósentustigum minna en þar á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar MMR sem birt var í dag.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst einnig saman á milli kannana MMR og mælist nú 25,2 prósent, samanborið við 28,2 prósent síðast. Samfylkingin mælist 15,2 prósent samanborið við 16,9 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn heldur því áfram að tapa fylgi á milli kannana en síðast tapaði hann 3,4 stigum.

Björt framtíð mælist næst stærsti flokkurinn, með 18,8 prósent stuðning en Framsókn, flokkur forsætisráðherra, mælist minni en Vinstri grænir. Báðir flokkarnir bæta við sig frá fyrri könnun og mælast með rúm 12 prósent stuðning; Vinstri græn með 12,5 prósent og Framsókn 12,3 prósent. Píratar mælast með 9,7 prósent stuðning.

MMR framkvæmdi könnunina á tímabilinu 20. til 25. september 2014. Samanburður á fylgi á milli kannana miðast við sambærilegar kannanir MMR. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×