Vinsælustu sportbílar heims kljást Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 16:16 Bílatímaritið Motor Trend smalaði saman 10 af vinsælustu sportbílum heims þar sem þeir öttu kappi allir í einu á yfirgefinni flugbraut í Kaliforníu og vegalengdin var klassísk kvartmíla. Þetta kalla þeir hjá Motor Trend "Worlds Greatest Drag Race" og er þetta fjórða árið í röð sem þeir efna til slíkrar keppni með vinsælustu sportbílum hvers tíma í heiminum. Þeir bílar sem öttu kappi nú voru Nissan GT-R, Porsche 911 Turbo S, Jaguar F-Type Coupe R, BMW i8, BMW M4, Alfa Romeo 4C, Chevrolet Camaro Z/28, Subaru WRX STI, Volkswagen Golf GTI og Ford Fiesta ST. Víst er að talsverðu munar á þessum bílum og sem dæmi er Nissan GT-R 600 hestöfl en Ford Fiesta ST 197 hestöfl og því nokkuð ljóst að miklu myndi muna á þessum bílum. Þó kemur þarna margt á óvart. Á til dæmis Porsche 911 Turbo S með sín 560 hestöfl séns í Nissan GT-R. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Bílatímaritið Motor Trend smalaði saman 10 af vinsælustu sportbílum heims þar sem þeir öttu kappi allir í einu á yfirgefinni flugbraut í Kaliforníu og vegalengdin var klassísk kvartmíla. Þetta kalla þeir hjá Motor Trend "Worlds Greatest Drag Race" og er þetta fjórða árið í röð sem þeir efna til slíkrar keppni með vinsælustu sportbílum hvers tíma í heiminum. Þeir bílar sem öttu kappi nú voru Nissan GT-R, Porsche 911 Turbo S, Jaguar F-Type Coupe R, BMW i8, BMW M4, Alfa Romeo 4C, Chevrolet Camaro Z/28, Subaru WRX STI, Volkswagen Golf GTI og Ford Fiesta ST. Víst er að talsverðu munar á þessum bílum og sem dæmi er Nissan GT-R 600 hestöfl en Ford Fiesta ST 197 hestöfl og því nokkuð ljóst að miklu myndi muna á þessum bílum. Þó kemur þarna margt á óvart. Á til dæmis Porsche 911 Turbo S með sín 560 hestöfl séns í Nissan GT-R. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent