Gerbreyttur Renault Espace Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 10:43 Renault Espace er nú orðinn að jepplingi. Renault hefur ákveðið að breyta fjölnotabílnum Espace í jeppling í takt við breyttar óskir Evrópubúa. Bílar eins og Espace er nú hafa gjarnan verið kallaðir „strumpastrætóar“, en slíkir bílar virðast á verulegu undanhaldi og sala þeirra minnkað gríðarlega. Á sama tíma hefur sala á bæði minni og stærri jepplingum aukist stórlega. Með þessu ætlar Renault að spila og hefur nú framleitt gersamlega annan bíl með sama nafn og verður hann kynntur almenningi og blaðamönnum á bílasýningunni í París. Þessi bíll er mjög líkur tilraunabíl sem Renault kynnti á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra og féll í góðan jarðveg. Renault segir að þessi bíll sé að 90% leiti sá bíll. Nýr Espace verður bæði í boði 5 og 7 manna og er mjög rúmgóður bíll. Sala á núverandi gerð Renault Espace minnkaði um 11% á síðasta ári og hefur haldið áfram að minnka það sem af er ári. Þessu ætlar Renault að breyta með þessum nýja bíl. Heyrst hefur að hann muni fá dísilvél með tveimur forþjöppum, líkt og var í tilraunabílnum í Frankfürt. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent
Renault hefur ákveðið að breyta fjölnotabílnum Espace í jeppling í takt við breyttar óskir Evrópubúa. Bílar eins og Espace er nú hafa gjarnan verið kallaðir „strumpastrætóar“, en slíkir bílar virðast á verulegu undanhaldi og sala þeirra minnkað gríðarlega. Á sama tíma hefur sala á bæði minni og stærri jepplingum aukist stórlega. Með þessu ætlar Renault að spila og hefur nú framleitt gersamlega annan bíl með sama nafn og verður hann kynntur almenningi og blaðamönnum á bílasýningunni í París. Þessi bíll er mjög líkur tilraunabíl sem Renault kynnti á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra og féll í góðan jarðveg. Renault segir að þessi bíll sé að 90% leiti sá bíll. Nýr Espace verður bæði í boði 5 og 7 manna og er mjög rúmgóður bíll. Sala á núverandi gerð Renault Espace minnkaði um 11% á síðasta ári og hefur haldið áfram að minnka það sem af er ári. Þessu ætlar Renault að breyta með þessum nýja bíl. Heyrst hefur að hann muni fá dísilvél með tveimur forþjöppum, líkt og var í tilraunabílnum í Frankfürt.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent