Gerbreyttur Renault Espace Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 10:43 Renault Espace er nú orðinn að jepplingi. Renault hefur ákveðið að breyta fjölnotabílnum Espace í jeppling í takt við breyttar óskir Evrópubúa. Bílar eins og Espace er nú hafa gjarnan verið kallaðir „strumpastrætóar“, en slíkir bílar virðast á verulegu undanhaldi og sala þeirra minnkað gríðarlega. Á sama tíma hefur sala á bæði minni og stærri jepplingum aukist stórlega. Með þessu ætlar Renault að spila og hefur nú framleitt gersamlega annan bíl með sama nafn og verður hann kynntur almenningi og blaðamönnum á bílasýningunni í París. Þessi bíll er mjög líkur tilraunabíl sem Renault kynnti á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra og féll í góðan jarðveg. Renault segir að þessi bíll sé að 90% leiti sá bíll. Nýr Espace verður bæði í boði 5 og 7 manna og er mjög rúmgóður bíll. Sala á núverandi gerð Renault Espace minnkaði um 11% á síðasta ári og hefur haldið áfram að minnka það sem af er ári. Þessu ætlar Renault að breyta með þessum nýja bíl. Heyrst hefur að hann muni fá dísilvél með tveimur forþjöppum, líkt og var í tilraunabílnum í Frankfürt. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent
Renault hefur ákveðið að breyta fjölnotabílnum Espace í jeppling í takt við breyttar óskir Evrópubúa. Bílar eins og Espace er nú hafa gjarnan verið kallaðir „strumpastrætóar“, en slíkir bílar virðast á verulegu undanhaldi og sala þeirra minnkað gríðarlega. Á sama tíma hefur sala á bæði minni og stærri jepplingum aukist stórlega. Með þessu ætlar Renault að spila og hefur nú framleitt gersamlega annan bíl með sama nafn og verður hann kynntur almenningi og blaðamönnum á bílasýningunni í París. Þessi bíll er mjög líkur tilraunabíl sem Renault kynnti á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra og féll í góðan jarðveg. Renault segir að þessi bíll sé að 90% leiti sá bíll. Nýr Espace verður bæði í boði 5 og 7 manna og er mjög rúmgóður bíll. Sala á núverandi gerð Renault Espace minnkaði um 11% á síðasta ári og hefur haldið áfram að minnka það sem af er ári. Þessu ætlar Renault að breyta með þessum nýja bíl. Heyrst hefur að hann muni fá dísilvél með tveimur forþjöppum, líkt og var í tilraunabílnum í Frankfürt.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent