Henrik Hoff: Aron Elís verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2014 06:15 Aron Elís er búinn að skora fimm mörk fyrir Víking í sumar. Vísir/GVA „Við höfum vitað af Aroni í 4-6 mánuði,“ segir Henrik Hoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Álasundi, við Fréttablaðið, en það er búið að ganga frá kaupum á Víkingnum Aroni Elísi Þrándarsyni. Hoff kom sjálfur til landsins til að ganga frá samningum við Víkinga, en hann var kominn aftur til Noregs þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Hann segir sína menn hafa fylgst vel með Aroni Elísi í sumar. „Útsendari frá mér og einn þjálfaranna hafa farið til Íslands og horft á hann. Ég veit ekki alveg hversu oft, en svo höfum við líka séð alla leikina á myndbandi. Okkur líst rosalega vel á hann,“ segir Hoff.Henrik Hoff.mynd/ÁlasundÍslendingar eru gott fólk Aron Elís hefur borið sóknarleik Víkings uppi í sumar og er ein helsta ástæða þess að nýliðarnir eru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Þegar hann var heitur var liðið nær óstöðvandi, en þegar Aron fór að hiksta og meiðast svo undir lok leiktíðar gekk Fossvogsliðinu verr að safna stigum. Aðspurður hvað Álasund sér gott í Aroni er svarið einfalt: „Allt,“ segir Hoff og heldur áfram: „Við vitum að hann er góður leikmaður og sá maður sem við viljum fá í okkar raðir fyrir næsta tímabil.“ Hoff hitti Aron Elís og segir hann góðan pilt eins og Íslendinga almennt. „Þetta er góður strákur, en flestir Íslendingar eru gott fólk. Þeir eru svipaðir og Norðmenn. Við vorum náttúrulega með Harald Frey Guðmundsson hjá okkur og þekkjum því Íslendinga vel.“Aron Elís á spretti í leik gegn Þór.Vísir/PjeturStefna á topp fjóra Aron Elís hefur ítrekað margoft í sumar aðspurður um atvinnumannadraumana og næsta skref, að hann vilji komast til liðs þar sem hann fær að spila. Það virðist að svo verði hjá Álasundi. „Það er alltaf þjálfarinn sem velur liðið, en við vitum hversu góður hann er þannig að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við erum vissir um að hann muni spila og vera lykilmaður,“ segir Hoff. Þjálfari liðsins er Jan Jönsson sem gerði Veigar Pál Gunnarsson að stórstjörnu í Noregi á seinni hluta síðasta áratugar. „Jan Jönsson þekkir íslenska leikmenn mjög vel,“ segir hann. Hoff vonast til að ná samningum við Aron Elís sjálfan á næstu dögum, en kaupin á honum eru hluti af því að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra fjögurra efstu. Þar endaði liðið í fyrra, en það hefur verið í botnbaráttu í ár. „Við viljum berjast í efri hlutanum. Við viljum meina að við séum með gott lið og ætlum að bæta í. Markmiðið er að enda á meðal efstu fjögurra liðanna á næsta tímabili,“ segir Henrik Hoff. Rólegur yfir öllu Sjálfur er Aron Elís ekkert að stressa sig á hlutunum, en í samtali við Fréttablaðið sagði hann enn langt í land. „Næst á dagskrá eru samningaviðræður. Ef það gengur vel mun ég fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. Það er því enn nokkuð eftir,“ segir Aron. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Við höfum vitað af Aroni í 4-6 mánuði,“ segir Henrik Hoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Álasundi, við Fréttablaðið, en það er búið að ganga frá kaupum á Víkingnum Aroni Elísi Þrándarsyni. Hoff kom sjálfur til landsins til að ganga frá samningum við Víkinga, en hann var kominn aftur til Noregs þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Hann segir sína menn hafa fylgst vel með Aroni Elísi í sumar. „Útsendari frá mér og einn þjálfaranna hafa farið til Íslands og horft á hann. Ég veit ekki alveg hversu oft, en svo höfum við líka séð alla leikina á myndbandi. Okkur líst rosalega vel á hann,“ segir Hoff.Henrik Hoff.mynd/ÁlasundÍslendingar eru gott fólk Aron Elís hefur borið sóknarleik Víkings uppi í sumar og er ein helsta ástæða þess að nýliðarnir eru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Þegar hann var heitur var liðið nær óstöðvandi, en þegar Aron fór að hiksta og meiðast svo undir lok leiktíðar gekk Fossvogsliðinu verr að safna stigum. Aðspurður hvað Álasund sér gott í Aroni er svarið einfalt: „Allt,“ segir Hoff og heldur áfram: „Við vitum að hann er góður leikmaður og sá maður sem við viljum fá í okkar raðir fyrir næsta tímabil.“ Hoff hitti Aron Elís og segir hann góðan pilt eins og Íslendinga almennt. „Þetta er góður strákur, en flestir Íslendingar eru gott fólk. Þeir eru svipaðir og Norðmenn. Við vorum náttúrulega með Harald Frey Guðmundsson hjá okkur og þekkjum því Íslendinga vel.“Aron Elís á spretti í leik gegn Þór.Vísir/PjeturStefna á topp fjóra Aron Elís hefur ítrekað margoft í sumar aðspurður um atvinnumannadraumana og næsta skref, að hann vilji komast til liðs þar sem hann fær að spila. Það virðist að svo verði hjá Álasundi. „Það er alltaf þjálfarinn sem velur liðið, en við vitum hversu góður hann er þannig að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við erum vissir um að hann muni spila og vera lykilmaður,“ segir Hoff. Þjálfari liðsins er Jan Jönsson sem gerði Veigar Pál Gunnarsson að stórstjörnu í Noregi á seinni hluta síðasta áratugar. „Jan Jönsson þekkir íslenska leikmenn mjög vel,“ segir hann. Hoff vonast til að ná samningum við Aron Elís sjálfan á næstu dögum, en kaupin á honum eru hluti af því að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra fjögurra efstu. Þar endaði liðið í fyrra, en það hefur verið í botnbaráttu í ár. „Við viljum berjast í efri hlutanum. Við viljum meina að við séum með gott lið og ætlum að bæta í. Markmiðið er að enda á meðal efstu fjögurra liðanna á næsta tímabili,“ segir Henrik Hoff. Rólegur yfir öllu Sjálfur er Aron Elís ekkert að stressa sig á hlutunum, en í samtali við Fréttablaðið sagði hann enn langt í land. „Næst á dagskrá eru samningaviðræður. Ef það gengur vel mun ég fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. Það er því enn nokkuð eftir,“ segir Aron.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn