Varð af 60 milljónum vegna rigningar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 09:45 Phil Hughes á alveg fyrir salti í grautinn. vísir/getty Phil Hughes, kastari hafnaboltaliðs Minnesota Twins í bandarísku MLB-deildinni, varð af 60 milljónum króna í gærkvöldi þegar það byrjaði að rigna undir lok leiks liðsins gegn Arizona Diamondbacks. Hughes, sem gekk í raðir Minnesota frá stórveldinu New York Yankees fyrir tímabilið, var búinn að kasta í 201,2 lotum á tímabilinu, en hann átti að fá 500.000 dala bónus (60 milljónir króna) ef hann næði 210 lotum sem þykir mjög mikið fyrir kastara í MLB-deildinni. Hann þurfti því bara að kasta í átta lotum og ná einum manni út í þeirri níundu til að fá bónusinn. Hughes kastaði vissulega í átta lotur, en þá byrjaði að rigna og var hlé gert á leiknum. Þegar leikurinn hélt svo áfram fékk Hughes ekki að halda áfram. Kastarar í MLB-deildinni spila bara á fimm daga fresti (hvert lið spilar sex leiki á viku) en aðeins eru fjórir dagar eftir af tímabilinu. Hughes er því í raun kominn í vetrarfrí því Minnesota er ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina.Ron Gardenhire, þjálfari Twins-liðsins, sagði eftir leikinn að Hughes muni ekki koma inn á sem varamaður um helgina til að ná þessum eina manni úr leik sem hann vantar til að fá bónusinn. „Ég vissi alveg að svo færi. Sumir hlutir eiga bara ekki að gerast,“ sagði Phil Hughes eftir leikinn. Þó Hughes finnist rigningin vafalítið ekki góð þessa dagana þá þarf enginn að vorkenna honum. Hann gerði þriggja ára samning við Minnesota í nóvember í fyrra sem skila honum 24 milljónum dala. Þá er hann búinn að fá tvo bónusa á tímabilinu upp á 250.000 dali hvorn eða í heildina 60 milljónir króna aukalega fyrir að ná að kasta fyrst í 180 lotum og svo 195 lotum. Besti árangur hans áður var 191,1 lota tímabilið 2012. Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Sjá meira
Phil Hughes, kastari hafnaboltaliðs Minnesota Twins í bandarísku MLB-deildinni, varð af 60 milljónum króna í gærkvöldi þegar það byrjaði að rigna undir lok leiks liðsins gegn Arizona Diamondbacks. Hughes, sem gekk í raðir Minnesota frá stórveldinu New York Yankees fyrir tímabilið, var búinn að kasta í 201,2 lotum á tímabilinu, en hann átti að fá 500.000 dala bónus (60 milljónir króna) ef hann næði 210 lotum sem þykir mjög mikið fyrir kastara í MLB-deildinni. Hann þurfti því bara að kasta í átta lotum og ná einum manni út í þeirri níundu til að fá bónusinn. Hughes kastaði vissulega í átta lotur, en þá byrjaði að rigna og var hlé gert á leiknum. Þegar leikurinn hélt svo áfram fékk Hughes ekki að halda áfram. Kastarar í MLB-deildinni spila bara á fimm daga fresti (hvert lið spilar sex leiki á viku) en aðeins eru fjórir dagar eftir af tímabilinu. Hughes er því í raun kominn í vetrarfrí því Minnesota er ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina.Ron Gardenhire, þjálfari Twins-liðsins, sagði eftir leikinn að Hughes muni ekki koma inn á sem varamaður um helgina til að ná þessum eina manni úr leik sem hann vantar til að fá bónusinn. „Ég vissi alveg að svo færi. Sumir hlutir eiga bara ekki að gerast,“ sagði Phil Hughes eftir leikinn. Þó Hughes finnist rigningin vafalítið ekki góð þessa dagana þá þarf enginn að vorkenna honum. Hann gerði þriggja ára samning við Minnesota í nóvember í fyrra sem skila honum 24 milljónum dala. Þá er hann búinn að fá tvo bónusa á tímabilinu upp á 250.000 dali hvorn eða í heildina 60 milljónir króna aukalega fyrir að ná að kasta fyrst í 180 lotum og svo 195 lotum. Besti árangur hans áður var 191,1 lota tímabilið 2012.
Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Sjá meira