Rafbíll ferðaðist 2500 kílómetra fyrir 2000 krónur 24. september 2014 18:20 T-1 er þessa dagana á bílasýningu í Tyrklandi Tyrkneskur rafbíll ferðaðist á dögunum 2500 kílómetra leið fyrir einungis 37.5 tyrkneskar lírur eða rétt rúmar 2000 íslenskar krónur. Ferðin hófst 15. september síðastliðinn og lá leiðin í gegnum sex tyrkneskar borgir. Bíllinn er kallaður T-1 en hann var hannaður og smíðaður af starfsfólki og nemum við háskólann í Istanbúl. T-1 kemst að meðaltali 500 kílómetra leið á fjögurra klukkustunda hleðslu. Ferð bílsins lauk á mánudag en þá hafði hann keyrt í gegnum Ankara, SamsunTrabzon, erzurum, Diyarbakir og Gaziantep áður en hann hélt til Kayezeri þar sem gestur og gangandi fá að berja hann augum næstu daga. T-1 vegur um 500 kíló og getur náð allt að 130 kílómetra hraða á klukkustund. För bílsins hefur vakið töluverða athygli þar í landi en þó verður að teljast ólíklegt að hann verði fjöldaframleiddur. Smíði bílsins var bæði tímafrek og kostnaðarsöm – ferlið tók alls um eitt og hálft ár og kostaði rúmlega 24 milljónir króna. Þrátt fyrir það er T-1, eins og hér hefur verið drepið á, tiltölulega ódýr í rekstri en eldsneytiskostnaðurinn fyrir 500 kílómetra akstur nemur einungis 3.75 prósentum af kostnaðinum sem hlýst af því að aka venjulegum fjölskyldubíl sömu leið. Eftir að bílasýningunni lýkur mun T-1 verða ekið aftur til Istanbúl þar sem á honum verða unnar endurbætur og grunnur lagður að næstu útgáfu bílsins. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent
Tyrkneskur rafbíll ferðaðist á dögunum 2500 kílómetra leið fyrir einungis 37.5 tyrkneskar lírur eða rétt rúmar 2000 íslenskar krónur. Ferðin hófst 15. september síðastliðinn og lá leiðin í gegnum sex tyrkneskar borgir. Bíllinn er kallaður T-1 en hann var hannaður og smíðaður af starfsfólki og nemum við háskólann í Istanbúl. T-1 kemst að meðaltali 500 kílómetra leið á fjögurra klukkustunda hleðslu. Ferð bílsins lauk á mánudag en þá hafði hann keyrt í gegnum Ankara, SamsunTrabzon, erzurum, Diyarbakir og Gaziantep áður en hann hélt til Kayezeri þar sem gestur og gangandi fá að berja hann augum næstu daga. T-1 vegur um 500 kíló og getur náð allt að 130 kílómetra hraða á klukkustund. För bílsins hefur vakið töluverða athygli þar í landi en þó verður að teljast ólíklegt að hann verði fjöldaframleiddur. Smíði bílsins var bæði tímafrek og kostnaðarsöm – ferlið tók alls um eitt og hálft ár og kostaði rúmlega 24 milljónir króna. Þrátt fyrir það er T-1, eins og hér hefur verið drepið á, tiltölulega ódýr í rekstri en eldsneytiskostnaðurinn fyrir 500 kílómetra akstur nemur einungis 3.75 prósentum af kostnaðinum sem hlýst af því að aka venjulegum fjölskyldubíl sömu leið. Eftir að bílasýningunni lýkur mun T-1 verða ekið aftur til Istanbúl þar sem á honum verða unnar endurbætur og grunnur lagður að næstu útgáfu bílsins.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent