Innlent

Vill setja lög um kröfur til dyravarða

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frumvarpið var unnið í ráðuneyti Ragnheiðar.
Frumvarpið var unnið í ráðuneyti Ragnheiðar. Vísir / Stefán
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vill færa í lög hægt sé að krefjast þess af dyravörðum á skemmtistöðum að þeir sæki sér þjálfun og menntun í því sem á reynir við dyravörslu. Þá vill hún að heimilt verði að kveða á um að dyraverðir skuli hafa náð 20 ára aldri og að þeir hafi ekki gerst sekir um ofbeldis- eða fíkniefnabrot á síðastliðnum fimm árum.

Ráðherrann hefur lagt fram frumvarp þessa efnis á þingi. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að ákvæði reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald standist grundvallarkröfu stjórnskipunarréttar um lagastoð.  

Svo er ekki raunin í dag en reglugerðin kveður á um þessi atriði. Þar er það sett á herðar ríkislögreglustjóra að meta hvort krefja eigi dyraverði um að hafa lokið viðurkenndu námskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×