Innlent

Vilja nefnd um nýjan Landspítala

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Kristján Möller er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Kristján Möller er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir / GVA
Fjórtán stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt til að Alþingi kjósi sex þingmenn í nefnd til að vinna með ríkisstjórninni að því að fylgja eftir ályktun þingsins um byggingu nýs Landspítala. Þingmennirnir lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis í dag.



Eitt markmiða nefndarinnar á að vera að skapa sátt um framkvæmdina. Í tillögunni er gert ráð fyrir að fulltrúar frá öllum flokkum fái sæti í nefndinni. Þá á nefndin að skila niðurstöðum sínum ekki síðar en 1. maí næstkomandi.



Þingmennirnir fjórtán vísa í ályktun sem samþykkt var síðasta vetur þar sem Alþingi fól ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi að endurnýjun og uppbyggingu spítalans.




Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×