Innlent

Frestun á nauðungarsölum nær ekki til allra neytendalána

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jón Þór Ólafsson var einn flutningsmanna breytingatillögunnar.
Jón Þór Ólafsson var einn flutningsmanna breytingatillögunnar. Vísir / Valli
Nauðungarsölu heimila vegna verðtryggðra neytendalána, annarra en fasteignaveðlána, verður ekki frestað. Alþingi hafnaði í dag breytingartillögu Pírata vegna áframhaldandi frestunar nauðungarsölu heimila vegna fasteignaveðlána.



Þingmenn flokksins vildu láta lögin ná yfir nauðungarsölur vegna allra mála þar sem á húsnæði hvíldi verðtryggt neytendalán en til stendur að heimila frestun á nauðungarsölum þegar lánin sem um ræðir eru verðtryggð fasteignaveðlán.



Innanríkisráðherra lagði fram frumvarpið en sambærileg frestun rann út í byrjun mánaðar. Þingið samþykkti tillöguna í óbreyttri mynd.



Frumvarpið gekk strax til þriðju umræðu og var það samþykkt sem lög frá Alþingi.

Uppfært klukkan 17.11





Fleiri fréttir

Sjá meira


×