Allir bílar Benz munu fást í tvinnbílaútgáfu Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 12:45 Mercedes Benz S 500 Plug-In-Hybrid. Yfirmaður þróunardeildar Mercedes Benz, Thomas Weber, hefur látið hafa eftir sér að árið 2020 munu allar framleiðslugerðir þeirra bjóðast sem Plug-In-Hybrid bílar, þ.e. bílar sem hægt er að stinga í samband við heimilsrafmagn. Þetta sagði hann við kynningu á nýjum Mercedes Benz S550 Plug-In-Hybrid bíl í síðustu viku. Brátt munu sjást slíkar útfærslur á C-Class, E-Class og GLK-Class bílunum þó ekki hafi fylgt hvenær sala muni hefjast á þeim. Hinsvegar nefndi hann að árið 2017 muni Mercedes Benz bjóða alls 10 gerðir Plug-In-Hybrid bíla. Þessir bílar verða bæði knúnir bensín- og dísilvélum og hægt verður að bjóða slíka útfærslu með hvaða vélarstærð sem er. Ekki skiptir heldur neinu máli hvort þeir verða framhjóla-, afturhjóla- eða fjórhjóladrifnir, fólksbílar, jepplingar eða jeppar. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent
Yfirmaður þróunardeildar Mercedes Benz, Thomas Weber, hefur látið hafa eftir sér að árið 2020 munu allar framleiðslugerðir þeirra bjóðast sem Plug-In-Hybrid bílar, þ.e. bílar sem hægt er að stinga í samband við heimilsrafmagn. Þetta sagði hann við kynningu á nýjum Mercedes Benz S550 Plug-In-Hybrid bíl í síðustu viku. Brátt munu sjást slíkar útfærslur á C-Class, E-Class og GLK-Class bílunum þó ekki hafi fylgt hvenær sala muni hefjast á þeim. Hinsvegar nefndi hann að árið 2017 muni Mercedes Benz bjóða alls 10 gerðir Plug-In-Hybrid bíla. Þessir bílar verða bæði knúnir bensín- og dísilvélum og hægt verður að bjóða slíka útfærslu með hvaða vélarstærð sem er. Ekki skiptir heldur neinu máli hvort þeir verða framhjóla-, afturhjóla- eða fjórhjóladrifnir, fólksbílar, jepplingar eða jeppar.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent