Fiat-Chrysler að kaupa Piaggio Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 10:22 Vespa frá Piaggio. Heyrst hefur að Fiat-Chrysler ætli að kaupa ítalska vespuframleiðandann Piaggio og bæta með því enn einu merkinu í bíla- og mótorhjólafjölskyldu sína. Færi Fiat-Chrysler þar í fótspor Volkswagen sem keypti ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati fyrir nokkrum árum. Mercedes Benz hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á MV Augusta mótorhjólaframleiðandanum ítalska. Ennfremur á BMW sína eigin mótorhjóladeild, svo það virðist sem margir bílaframleiðandi telji að nauðsynlegt sé að framleiða einnig mótorhjól. Ef að þessum kaupum verður munu merkin Aprilia, Moto Guzzi og Vespa tilheyra Fiat-Chrysler. Enn einn bílaframleiðandinn sem hefur áhuga á mótorhjólaframleiðslu er indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Peugeot mótorhjóladeild franska bílaframleiðandans, sem tapað hefur miklu fé á undanförnum árum. Það er semsagt mikil gerjun í mótorhjólaheiminum og ef til vill verða þeir svo til allir í eigu stórra bílaframleiðenda á næstunni. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Heyrst hefur að Fiat-Chrysler ætli að kaupa ítalska vespuframleiðandann Piaggio og bæta með því enn einu merkinu í bíla- og mótorhjólafjölskyldu sína. Færi Fiat-Chrysler þar í fótspor Volkswagen sem keypti ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati fyrir nokkrum árum. Mercedes Benz hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á MV Augusta mótorhjólaframleiðandanum ítalska. Ennfremur á BMW sína eigin mótorhjóladeild, svo það virðist sem margir bílaframleiðandi telji að nauðsynlegt sé að framleiða einnig mótorhjól. Ef að þessum kaupum verður munu merkin Aprilia, Moto Guzzi og Vespa tilheyra Fiat-Chrysler. Enn einn bílaframleiðandinn sem hefur áhuga á mótorhjólaframleiðslu er indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Peugeot mótorhjóladeild franska bílaframleiðandans, sem tapað hefur miklu fé á undanförnum árum. Það er semsagt mikil gerjun í mótorhjólaheiminum og ef til vill verða þeir svo til allir í eigu stórra bílaframleiðenda á næstunni.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent