Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í kvöld þegar liðið tekur á móti Aftureldingu á Samsung-vellinum í Garðabæ klukkan 17.15.
Þegar tvær umferðir eru eftir í Pepsi-deild kvenna er Stjarnan á toppnum með 43 stig, sex stigum meira en Breiðablik sem situr í öðru sæti. Stjarnan þarf því aðeins eitt stig í kvöld gegn Mosfellingum sem eru í níunda og næstsíðasta sæti deildarinnar.
Stjarnan vann Borgunarbikarinn í ágúst í annað skiptið í sögu félagsins, en sá fyrsti kom fyrsti kom fyrir tveimur árum. Garðabæjarstúlkur geta því unnið fyrstu tvennu félagsins í ár lyfti þær Íslandsmeistaratitlinum á teppinu í kvöld.
Stjarnan varð fyrst Íslandsmeistari kvenna 2011 og svo aftur í fyrra þannig vinni liðið í kvöld verður þetta þriðji Íslandsmeistaratitillinn á síðustu fjórum tímabilum og þá væri liðið búið að innbyrða fimm stóra titla á þeim tíma. Ekki amalegur árangur.
Gengi Stjörnunnar í Pepsi-deildinni undanfarnar tvær leiktíðir er hreint lygilegt, en hún vann mótið í fyrra án þess að tapa svo mikið sem einu stigi. Stjarnan vann 18 leiki af 18, skoraði 69 mörk og fékk ekki á sig nema sex mörk.
Í Pepsi-deildinni í sumar hefur Stjarnan unnið 14 leiki af 16, gert eitt jafntefli og tapað aðeins einum leik. Markatalan er 53-9.
Stjarnan hefur því í heildina á síðustu tveimur leiktíðum unnið 32 leiki af 34, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Liðið hefur innbyrt 97 stig af síðustu 102 og markatalan 122-15.
Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Stjörnukonur geta orðið Íslandsmeistarar í kvöld
T´moas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn


Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti
