
Ebóla staðfest í Bandaríkjunum

Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna greindi frá þessu í kvöld en maðurinn mun hafa komið frá Líberíu, þar sem faraldurinn nú geisar, í almennu farþegaflugi til Dallas í Texas 20.september síðastliðinn. Hann fann þó ekki fyrir einkennum fyrr en sex dögum síðar. Strax vaknaði sá grunur að maðurinn væri sýktur af ebólu og er honum nú haldið í sóttkví á Dallas-sjúkrahúsinu í Texas.
Sóttvarnareftirlitið í Bandaríkjunum reynir nú að rekja hvaðan smitið barst en ekki eru líkur á að hann hafi smitað aðra farþega í fluginu þar sem smitið berst einungis með snertismiti, þ.e komist fólk í snertingu við líkamsvessa af einhverju tagi. Þjóðerni mannsins hefur ekki verið gefið upp.
Nokkrir Bandaríkjamenn hafa smitast af veirunni, allir heilbrigðis- eða hjálparstarfsmenn í Vestur-Afríku, en allir hafa þeir náð bata.
Að minnsta kosti þrjú þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og yfir sjö þúsund eru sýktir. Faraldurinn er sagður stjórnlaus og sá skæðasti í sögunni, en engin lækning er til við honum.
Tengdar fréttir

Lést þrátt fyrir ebóla-lyf
Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn.

Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja
Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd.

Óttast frekari útbreiðslu ebólu
Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu.

Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu.

Ebóla ógn við alþjóðlegt öryggi
Tala látinna fer sífellt hækkandi en frá því að veiran greindist fyrst í ársbyrjun hafa 2.630 orðið faraldrinum að bráð og 5.375 eru sýktir.

Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi
Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna.

Baráttan gegn ebólu að tapast
Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni.

1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku
Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni.