Innlent

Píratar áttu þrjár milljónir í afgang

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson er þingflokksformaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson er þingflokksformaður Pírata. Vísir / Vilhelm
Píratar skiluðu þriggja milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Flokkurinn var með lítil fjárhagsleg umsvif en tekjur hans námu 12 milljónum og útgjöld átta. Þetta kemur fram í yfirliti sem birt er á vef Ríkisendurskoðunar.

Helstu tekjur flokksins voru styrkir úr ríkissjóði sem námu 11 milljónum króna. Flokkurinn fékk svo eina milljón í styrki frá einstaklingum, þar með talin félagsgjöld. Þá hafði flokkurinn 193 þúsund króna tekjur af örðum rekstri.

Samkvæmt yfirlitinu var enginn styrkur frá einstaklingi umfram 200 þúsund krónur og þarf því ekki að nafngreina neinn styrkveitanda. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×