Klukkan var að ganga tvö aðfaranótt laugardags þegar grímuklæddur einstaklingur birtist á öryggismyndavél sem staðsett er fyrir utan heimili Ragnars Egilssonar á Álfhólsvegi í Kópavogi. Á myndskeiðinu sést hvar maðurinn girðir niður um sig og tyllir sér á bíl Ragnars og kúkar á bílinn. Þegar hann tyllir sér fer þjófavarnarkerfi bílsins í gang.
Maðurinn virðist vita af myndavélinni en eftir að hann hefur lokið af sér, vinkar hann myndavélinni og gengur á brott.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjallað hefur verið um grímuklædda manninn og bílinn en Ragnar hefur lent ítreakð í svipuðu atviki. Það var fyrst í febrúar 2023 þegar maðurinn mætti, með salernispappír, og tyllti sér á bílinn. Hann mætti aftur í desember sama ár og þá í jólasveinabúning. Þá kúkaði hann á bílinn í þriðja skiptið þann 20. október 2024. Ragnar hefur birt myndskeiðin úr öryggismyndavélinni sinni á Youtube rás sína.
Svo virðist sem að maðurinn hafi verið með svarta skikkju í þetta skipti.
Í lýsingu myndskeiðsins veltir Ragnar fyrir sér hvort að maðurinn sé að reyna senda honum einhvers konar skilaboð. Í upphafi myndskeiðsins sést maðurinn framkvæma einhvers konar handahreyfingar í átt að myndavélinni. Hann snýr sér síðan að bílnum og gerir svipaðar handahreyfingar.
Myndskeiðið má sjá hér að neðan, sem vert er að vara við.