Áfengisfrumvarpið tekið fyrir: „Áfengisstefnan er ennþá sú sama“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. október 2014 18:52 Vilhjálmur segir frjálsa áfengissölu ekki vera lýðheilsumál. Vísir/Anton Byggðasjónarmið ráða því að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að sala á sterku áfengi verði einnig gefin frjáls en ekki bara bjór og léttvín. „Ef að vínbúðir væru aðeins að selja sterkt áfengi væri ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim á ákveðnum stöðum,“ útskýrði hann á Alþingi í kvöld, þar sem frumvarp hans um frjálsa sölu á áfengi er til umræðu.Sama stefna áfram Þegar er kominn langur listi þingmanna sem ætla að taka þátt í umræðunum. Skiptar skoðanir eru á málinu, líkt og áður, en Vilhjálmur segir í raun enga breytingu verða á stefnu stjórnvalda í áfengismálum verði frumvarpið samþykkt. „Áfengisstefnan er ennþá sú sama en frumvarpið gerir ráð fyrir auknum fjármunum til að framfylgja þeirri stefnu,“ sagði Vilhjálmur sem benti á að ekki er gerð breyting á aldurstakmörkunum vegna sölu áfengis.Furða sig á forgangsröðuninni Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gerði að umtalsefni forgangsröðun Sjálfstæðismanna en málið er fyrsta þingmannafrumvarpið sem tekið er á dagskrá þingsins. 22 önnur frumvörp frá þingmönnum bíða fyrstu umræðu. „Þó að þetta sé út af fyrir sig mál sem skiptar skoðanir eru um og sjálfsagt að ræða og taka til skoðunar þá tekur maður eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokks skuli gera þetta að einu helsta forgangsmáli sínu,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, um þetta. Vilhjálmur sagði að þetta væri forgangsmál og sagði lýðræðislegt að málið fengi umræðu á þingi.Ekki lýðheilsumál Ekki er samstaða um málið í öllum flokkum og eru þeir sumir klofnir í afstöðu sinni. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fjallaði til að mynda um lýðheilsusjónarmið sem mæli gegn því að leyfa áfengissölu í verslunum. Benti hann á að unglingadrykkja væri með allra minnsta móti hér á landi. Þá gagnrýndi Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, að frumvarpið ætti ekki að ganga til velferðarnefndar, þar sem lýðheilsustefna stjórnvalda væri mörkuð. Vilhjálmur leggur til að frumvarpið fari til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. „Þetta kemur inn á lýðheilsumál en er ekki lýðheilsumál,“ sagði Vilhjálmur sem þó sagðist vilja óska eftir umsögn nefndarinnar. Alþingi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Byggðasjónarmið ráða því að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að sala á sterku áfengi verði einnig gefin frjáls en ekki bara bjór og léttvín. „Ef að vínbúðir væru aðeins að selja sterkt áfengi væri ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim á ákveðnum stöðum,“ útskýrði hann á Alþingi í kvöld, þar sem frumvarp hans um frjálsa sölu á áfengi er til umræðu.Sama stefna áfram Þegar er kominn langur listi þingmanna sem ætla að taka þátt í umræðunum. Skiptar skoðanir eru á málinu, líkt og áður, en Vilhjálmur segir í raun enga breytingu verða á stefnu stjórnvalda í áfengismálum verði frumvarpið samþykkt. „Áfengisstefnan er ennþá sú sama en frumvarpið gerir ráð fyrir auknum fjármunum til að framfylgja þeirri stefnu,“ sagði Vilhjálmur sem benti á að ekki er gerð breyting á aldurstakmörkunum vegna sölu áfengis.Furða sig á forgangsröðuninni Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gerði að umtalsefni forgangsröðun Sjálfstæðismanna en málið er fyrsta þingmannafrumvarpið sem tekið er á dagskrá þingsins. 22 önnur frumvörp frá þingmönnum bíða fyrstu umræðu. „Þó að þetta sé út af fyrir sig mál sem skiptar skoðanir eru um og sjálfsagt að ræða og taka til skoðunar þá tekur maður eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokks skuli gera þetta að einu helsta forgangsmáli sínu,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, um þetta. Vilhjálmur sagði að þetta væri forgangsmál og sagði lýðræðislegt að málið fengi umræðu á þingi.Ekki lýðheilsumál Ekki er samstaða um málið í öllum flokkum og eru þeir sumir klofnir í afstöðu sinni. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fjallaði til að mynda um lýðheilsusjónarmið sem mæli gegn því að leyfa áfengissölu í verslunum. Benti hann á að unglingadrykkja væri með allra minnsta móti hér á landi. Þá gagnrýndi Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, að frumvarpið ætti ekki að ganga til velferðarnefndar, þar sem lýðheilsustefna stjórnvalda væri mörkuð. Vilhjálmur leggur til að frumvarpið fari til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. „Þetta kemur inn á lýðheilsumál en er ekki lýðheilsumál,“ sagði Vilhjálmur sem þó sagðist vilja óska eftir umsögn nefndarinnar.
Alþingi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira