Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar í fótbolta taka á móti rússneska liðinui Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, er bjartsýn fyrir leikinn.
„Við eigum tvímælalaust möguleika á að fara áfram og við setjum stefnuna á að komast í næstu umferð,“ sagði Ásgerður í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ásgerður: Erum reynslunni ríkari
Tengdar fréttir

Stjarnan fer til Rússlands
Í morgun var dregið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem Íslandsmeistarar Stjörnunnar drógust á móti rússneska liðinu WFC Zvezda-2005 Perm.

Harpa: Viljum alltaf bæta okkur
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum.