Gígurinn Baugur er þegar 100 metra hár Svavar Hávarðsson skrifar 8. október 2014 07:00 Eldstöðvar í Holuhrauni, mynd tekin 18. september 2014. Inn á hana eru settar þær nafngiftir sem vísindamenn hafa komið sér upp til þess að auðvelda umræður og dagleg skýrsluskrif. Mynd/Ármann Höskuldsson Megin gígurinn í Holuhrauni, sem nefndur hefur verið Baugur, hefur náð 100 metra hæð á þeim fimm vikum sem eldgosið norðan Vatnajökuls hefur staðið. Hraunið frá eldgosinu náði um helgina að stífla Jökulsá á Fjöllum svo lón myndaðist við suðurjaðar hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að strax á þriðju viku eldgossins í Holuhrauni hafi Baugur náð 65 metra hæð, en virknin hafi verið það mikil að hlutirnir séu fljótir að gerast. „Þetta er á góðri leið með að verða fjall, eða fell. Við erum að meta hæðina á aðal gígnum en hún er þegar um 100 metrar. Hann bætir hratt við sig og þetta er orðinn mjög myndarlegur gígur, virkilega,“ segir Ármann. Gígaröðin sjálf, sín hvoru megin við Baug, er líka orðin reisuleg. Suðri, Krakkinn og Norðri eru mun minni en Baugur, en Suðri er t.d. í fjörutíu, fimmtíu metrum er ágiskun Ármanns. Frá því var greint að 4. október var um fjögurra metra rás á milli eystri bakka Jökulsár á Fjöllum og hraunsins. Á aðeins fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 metra, og lón tók þegar að myndast. Hins vegar er Jökulsá fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum, og lónið tæmir sig með jöfnu millibili. „Það hefur dregið úr framrás hraunsins þannig að áin grefur sig meðfram því. Lónin sem myndast eru ekki stór og myndast rétt á meðan að hraunið nær yfir, en svo finnur áin sér annan farveg,“ segir Ármann sem bætir við að eldgosið, og hraunrennslið, sé miklu minna en í upphafi og heldur dregur úr gosinu þessa dagana. Hraunið var orðið rúmir 52 ferkílómetrar að stærð í gær. Jarðskjálftar í norðanverðum kvikuganginum hafa snarminnkað, og sama er að segja um uppstreymi kviku. Þær upplýsingar fengust hjá Landmælingum Íslands og Stofnun Árna Magnússonar að engar skilgreiningar séu til á því hvað sé lágmarkshæð fjalls eða fells. Hitt er ljóst að margt fellið í íslenskri náttúru nær ekki 100 metra hæð. Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Gasmengun hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn, aðallega á Norður- og Austurlandi. Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2), sem helst hefur áhrif á heilsu manna. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Bárðarbunga Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Megin gígurinn í Holuhrauni, sem nefndur hefur verið Baugur, hefur náð 100 metra hæð á þeim fimm vikum sem eldgosið norðan Vatnajökuls hefur staðið. Hraunið frá eldgosinu náði um helgina að stífla Jökulsá á Fjöllum svo lón myndaðist við suðurjaðar hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að strax á þriðju viku eldgossins í Holuhrauni hafi Baugur náð 65 metra hæð, en virknin hafi verið það mikil að hlutirnir séu fljótir að gerast. „Þetta er á góðri leið með að verða fjall, eða fell. Við erum að meta hæðina á aðal gígnum en hún er þegar um 100 metrar. Hann bætir hratt við sig og þetta er orðinn mjög myndarlegur gígur, virkilega,“ segir Ármann. Gígaröðin sjálf, sín hvoru megin við Baug, er líka orðin reisuleg. Suðri, Krakkinn og Norðri eru mun minni en Baugur, en Suðri er t.d. í fjörutíu, fimmtíu metrum er ágiskun Ármanns. Frá því var greint að 4. október var um fjögurra metra rás á milli eystri bakka Jökulsár á Fjöllum og hraunsins. Á aðeins fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 metra, og lón tók þegar að myndast. Hins vegar er Jökulsá fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum, og lónið tæmir sig með jöfnu millibili. „Það hefur dregið úr framrás hraunsins þannig að áin grefur sig meðfram því. Lónin sem myndast eru ekki stór og myndast rétt á meðan að hraunið nær yfir, en svo finnur áin sér annan farveg,“ segir Ármann sem bætir við að eldgosið, og hraunrennslið, sé miklu minna en í upphafi og heldur dregur úr gosinu þessa dagana. Hraunið var orðið rúmir 52 ferkílómetrar að stærð í gær. Jarðskjálftar í norðanverðum kvikuganginum hafa snarminnkað, og sama er að segja um uppstreymi kviku. Þær upplýsingar fengust hjá Landmælingum Íslands og Stofnun Árna Magnússonar að engar skilgreiningar séu til á því hvað sé lágmarkshæð fjalls eða fells. Hitt er ljóst að margt fellið í íslenskri náttúru nær ekki 100 metra hæð. Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Gasmengun hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn, aðallega á Norður- og Austurlandi. Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2), sem helst hefur áhrif á heilsu manna. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum.
Bárðarbunga Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira