Samuel Eto'o var hetja Everton er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Krasnodar er liðin mættust í Evrópudeild UEFA í Rússlandi.
Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Krasnodar sem komst yfir undir lok fyrri hálfleik ser Ari da Silva Ferreira skoraði með skoti í teig eftir vandræðagang í varnarleik gestanna.
Eto'o skoraði svo af stuttu færi er hann stýrði fyrirgjöf Leighton Baines frá hægri kanti í netið. Everton er með fjögur stig í H-riðli en Krasnodar tvö.
Ragnar varð að sætta sig við jafntefli
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“
Handbolti

Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“
Íslenski boltinn




„Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk
Handbolti
