Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 27-30 | Geir og Guðmundur öflugir Birgir H. Stefánsson í Höllinni á Akureyri skrifar 2. október 2014 15:19 Frændurnir Guðmundur Hólmar og Geir mæta sínum gömlu félögum. Vísir/Valli Valur hafði betur gegn Akureyri, 30-27, í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson (8 mörk) og Guðmundur Hólmar Helgason (6 mörk) voru markahæstir í liði Vals en Sigþór Heimisson skoraði átta mörk fyrir Akureyri. Valur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 15-13, og héldu forystunni lengst af. Heimamenn náðu að jafna metin sex mínútum fyrir leikslok en Valsmenn skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og tryggðu sér sigur. Leikurinn var mjög hraður og nokkuð jafn þótt að Valsmenn hafi haft yfirhöndina lengst af. Eftir jafna byrjun fór sóknarleikur heimamanna að hiksta, á meðan leikmenn Akureyrar voru að gefa frá sér sóknir voru Valsmenn klókir og refsuðu fljótt og örugglega. Illa gekk þó hjá Valsmönnum að ná að hrista af sér baráttuglaða heimamenn sem náðu alltaf að klóra sig aftur inn í leikinn. Eftir nokkuð jafna byrjun á seinni hálfleiknum kom góður kafli hjá leikmönnum Vals og þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 17-22 og komnar tæpar 25 mínútur síðan markmaður heimamanna varði skot. Leikmenn Akureyrar neituðu þó að gefast upp, Tomas Olason komst aðeins í gang aftur í markinu og eftir að þeir Finnur Ingi Stefánsson og Alexander Örn Júlíusson voru báðir sendir útaf í tvær mínútur með stuttu millibili hjá Val gengu heimamenn á lagið og náðu að jafna leikinn. Stemmningin var frábær í Íþróttahöllinni á Akureyri á lokakafla leiksins en það voru reynsluboltar liðsins sem klikkuðu á lokakaflanum, menn sofandi á lykilstundu í varnarleiknum og Ingimundur Ingimundarson fór illa með tvær sóknir í röð á meðan þeir Geir Guðmundsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu fyrir Val og gerðu út um vonir heimamanna.Geir Guðmundsson: Þýðir ekkert að toppa of snemma „Þetta var mjög erfið fæðing,“ sagði Geir Guðmundsson strax eftir leik. „Þetta var bara hrikalega erfiður leikur. Mér fannst við vera með smá forskot en þeir voru alltaf strax komnir aftur, erfiður leikur að spila og stemming í húsinu.“ Það eru komnir núna tveir sigrar í röð hjá Valsmönnum sem hafa þó þurft að hafa mikið fyrir þeim. „Já, svona er þetta bara. Þetta er jöfn og erfið deild, öll lið eru góð. Það eru einnig ákveðnar breytingar hjá okkur sem eru að „kicka-inn“ núna. Við erum að læra nýja hluti sem eru að smella saman, þetta er ekki eins og hjá Óla og við erum að aðlagast. Mikill og góður stígandi í þessu, þýðir ekkert að toppa í byrjun.“ Þetta er nokkuð vegleg matarkarfa sem þú fékst fyrir að vera maður leiksins, hún kemur sér væntanlega vel? „Þetta kemur sér alveg ofboðslega vel og mikill fengur fyrir piparsveinaíbúðina - ég þarf ekki að fara í Bónus á morgun.“ Heimir Örn Árnason: Alveg hræðilegt frákast „Valsarar voru að spila mjög vel,“ sagði Heimir Örn Árnason nokkuð þungur á brún eftir leik. „Við vorum alltaf að narta í hælana og svo var þetta allt að koma en þá tókum við alveg hræðilegt frákast þegar við vorum komnir loksins yfir og þeir skoruðu agalega mikilvægt mark. Ég held að ef við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum náð þeim bolta, það er stutt á milli og þess vegna er þetta ennþá meira svekkjandi.“ Það kom kafli frá 20. mínútu fyrri hálfleiks og fram að 14. Mínútu seinni hálfleiks þar sem markmenn ykkar náðu ekki að verja eitt skot. „Hann átti ekki góðan leik í dag. Hann tók nokkra bolta og það var ekkert að því en það voru nokkur skot þar sem hann virkaði aðeins yfirspenntur kallinn. Hann er búinn að eiga frábær leiki hingað til en við getum ekki búist við tuttugu boltum í hverjum leik.“ Jón Ríkharð Kristjánsson: Eigum enn nokkuð í land „Mér fannst við vera með leikinn að mestu,“ sagði Jón Ríkharð Kristjánsson strax eftir leik. „Við missum svo tvo menn útaf og þeir ná að taka smá sprett en við náðum sem betur fer að klára þetta undir lokin. Í svona 45 til 50 mínútur þá vorum við með nokkuð góða stjórn og hefðum ekki átt að missa þetta svona niður.“ „Þessi leikur var að mörgu leiti öðruvísi en hinir þrír sem við höfum spilað, þar hefur vörnin og markvarsla verið traust á meðan sóknin hefur hikstað aðeins. Þetta var í raun öfugt í raun en við eigum svolítið í land með að slípa saman liðið og það er verkefnið framundan.“ Þið hafið ekki haft mikinn tíma til að koma með ykkar áherslur? „Nei, þetta voru þrjár æfingar fyrir fyrsta leik. Við erum að koma því inn sem við viljum gera og ég vona að það skili sér hægt og rólega.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Valur hafði betur gegn Akureyri, 30-27, í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson (8 mörk) og Guðmundur Hólmar Helgason (6 mörk) voru markahæstir í liði Vals en Sigþór Heimisson skoraði átta mörk fyrir Akureyri. Valur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 15-13, og héldu forystunni lengst af. Heimamenn náðu að jafna metin sex mínútum fyrir leikslok en Valsmenn skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og tryggðu sér sigur. Leikurinn var mjög hraður og nokkuð jafn þótt að Valsmenn hafi haft yfirhöndina lengst af. Eftir jafna byrjun fór sóknarleikur heimamanna að hiksta, á meðan leikmenn Akureyrar voru að gefa frá sér sóknir voru Valsmenn klókir og refsuðu fljótt og örugglega. Illa gekk þó hjá Valsmönnum að ná að hrista af sér baráttuglaða heimamenn sem náðu alltaf að klóra sig aftur inn í leikinn. Eftir nokkuð jafna byrjun á seinni hálfleiknum kom góður kafli hjá leikmönnum Vals og þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 17-22 og komnar tæpar 25 mínútur síðan markmaður heimamanna varði skot. Leikmenn Akureyrar neituðu þó að gefast upp, Tomas Olason komst aðeins í gang aftur í markinu og eftir að þeir Finnur Ingi Stefánsson og Alexander Örn Júlíusson voru báðir sendir útaf í tvær mínútur með stuttu millibili hjá Val gengu heimamenn á lagið og náðu að jafna leikinn. Stemmningin var frábær í Íþróttahöllinni á Akureyri á lokakafla leiksins en það voru reynsluboltar liðsins sem klikkuðu á lokakaflanum, menn sofandi á lykilstundu í varnarleiknum og Ingimundur Ingimundarson fór illa með tvær sóknir í röð á meðan þeir Geir Guðmundsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu fyrir Val og gerðu út um vonir heimamanna.Geir Guðmundsson: Þýðir ekkert að toppa of snemma „Þetta var mjög erfið fæðing,“ sagði Geir Guðmundsson strax eftir leik. „Þetta var bara hrikalega erfiður leikur. Mér fannst við vera með smá forskot en þeir voru alltaf strax komnir aftur, erfiður leikur að spila og stemming í húsinu.“ Það eru komnir núna tveir sigrar í röð hjá Valsmönnum sem hafa þó þurft að hafa mikið fyrir þeim. „Já, svona er þetta bara. Þetta er jöfn og erfið deild, öll lið eru góð. Það eru einnig ákveðnar breytingar hjá okkur sem eru að „kicka-inn“ núna. Við erum að læra nýja hluti sem eru að smella saman, þetta er ekki eins og hjá Óla og við erum að aðlagast. Mikill og góður stígandi í þessu, þýðir ekkert að toppa í byrjun.“ Þetta er nokkuð vegleg matarkarfa sem þú fékst fyrir að vera maður leiksins, hún kemur sér væntanlega vel? „Þetta kemur sér alveg ofboðslega vel og mikill fengur fyrir piparsveinaíbúðina - ég þarf ekki að fara í Bónus á morgun.“ Heimir Örn Árnason: Alveg hræðilegt frákast „Valsarar voru að spila mjög vel,“ sagði Heimir Örn Árnason nokkuð þungur á brún eftir leik. „Við vorum alltaf að narta í hælana og svo var þetta allt að koma en þá tókum við alveg hræðilegt frákast þegar við vorum komnir loksins yfir og þeir skoruðu agalega mikilvægt mark. Ég held að ef við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum náð þeim bolta, það er stutt á milli og þess vegna er þetta ennþá meira svekkjandi.“ Það kom kafli frá 20. mínútu fyrri hálfleiks og fram að 14. Mínútu seinni hálfleiks þar sem markmenn ykkar náðu ekki að verja eitt skot. „Hann átti ekki góðan leik í dag. Hann tók nokkra bolta og það var ekkert að því en það voru nokkur skot þar sem hann virkaði aðeins yfirspenntur kallinn. Hann er búinn að eiga frábær leiki hingað til en við getum ekki búist við tuttugu boltum í hverjum leik.“ Jón Ríkharð Kristjánsson: Eigum enn nokkuð í land „Mér fannst við vera með leikinn að mestu,“ sagði Jón Ríkharð Kristjánsson strax eftir leik. „Við missum svo tvo menn útaf og þeir ná að taka smá sprett en við náðum sem betur fer að klára þetta undir lokin. Í svona 45 til 50 mínútur þá vorum við með nokkuð góða stjórn og hefðum ekki átt að missa þetta svona niður.“ „Þessi leikur var að mörgu leiti öðruvísi en hinir þrír sem við höfum spilað, þar hefur vörnin og markvarsla verið traust á meðan sóknin hefur hikstað aðeins. Þetta var í raun öfugt í raun en við eigum svolítið í land með að slípa saman liðið og það er verkefnið framundan.“ Þið hafið ekki haft mikinn tíma til að koma með ykkar áherslur? „Nei, þetta voru þrjár æfingar fyrir fyrsta leik. Við erum að koma því inn sem við viljum gera og ég vona að það skili sér hægt og rólega.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti