„Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2014 12:30 Margrét ætlar að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum í október. mynd/úr einkasafni „Eitt af markmiðunum mínum í október, Meistaramánuði, er að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum. Þetta er verulega farið að trufla mig. Það er einfaldlega ekki í lagi að vera símalaus í dag og ef það er ekki hægt að ná í mann strax hlýtur eitthvað að vera að,“ segir Margrét R. Jónasar, eigandi Make Up Store á Íslandi um markmið sín í Meistaramánuði. „Fólk hittist ekki lengur, það er ekki lengur farið á alvöru stefnumót heldur virðast samskiptin því miður fara í gegnum Facebook og SMS. Stundum sitjum við mæðgurnar þrjár í sitt hvoru herberginu að horfa á sitt hvora bíómyndina eða skoðum símann við matarborðið sem er auðvitað skammarlegt. Þessu ætla ég að breyta.“Undir of miklu álagi Margrét setur sér þessi markmið sérstaklega í ljósi þess að hún vann yfir sig ekki fyrir svo löngu síðan. „Það var í raun ástæðan fyrir því að ég lokaði versluninni í Kringlunni. Ég var undir of miklu álagi. Ég hef unnið ein síðastliðin níu ár eftir að ég opnaði Make Up Store. Fæstir gera sér grein fyrir hvað það er gífurlega mikil vinna að reka tvær verslanir, sérstaklega eftir hrun. Það er mikið utanumhald og vinnan er margþætt, það er samskipti við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð, pantanir, innflutningur, starfsmannamál, vefsíðurnar mínar, uppákomur og markaðsmál og þetta tekur gríðarlega mikinn tíma. Ég hef unnið alla markaðssetningu sjálf, til dæmis gert auglýsingar og skrifað greinar í blöð og tímarit,“ segir Margrét.Fékk hálfgert taugaáfall út af þreytu Árið 2012 hóf hún samstarf við Elite-skólann og þá jókst álagið enn meira. „Á sama tíma átti ég hollenskan kærasta sem bjó úti í Hollandi. Stuttu eftir að ég lokaði versluninni í Kringlunni og sleit sambandinu við kærastann fékk ég hálfgert taugaáfall út af þreytu. Auðvitað var þetta líka sorg innst inni yfir því að hafa tekið ákvörðun um að loka og játa sig sigraða.“ Margrét segir þetta hafa verið vonda lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að líkaminn fylgir ekki huganum. Þetta er eins og að keyra á vegg og allt í einu er núll prósent orka í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi,“ segir Margrét. Hún segir fólk ekki átta sig alveg á hvað það er að fá það sem er kallað „burnout“ eða kulnun í starfi fyrr en það lendi í því sjálft. „Við sem lendum í þessu erum fólk sem er metnaðarfullt og duglegt að vinna og vinnur yfir sig. Þess vegna er svo gífurlega erfitt þegar fótunum er kippt svona undan manni.“Þarf ekki að vera fullkomin Margrét ætlar að hugsa vel um sjálfa sig í október, og auðvitað um ókomna framtíð. „Nú ætla ég að viðurkenna að ég get ekki munað allt né gert allt og að ég þarf ekki að vera fullkomin. Í þessum mánuði ætla ég að gíra mig niður úr þessum hraða. Gera ekki of miklar kröfur til sjálfs míns, leyfa mér að hvíla mig ef ég er þreytt án þess að fá samviskubit, vera góð við mig og hreinlega hafa ekki áhyggjur af smáatriðum.“ Meistaramánuður Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Eitt af markmiðunum mínum í október, Meistaramánuði, er að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum. Þetta er verulega farið að trufla mig. Það er einfaldlega ekki í lagi að vera símalaus í dag og ef það er ekki hægt að ná í mann strax hlýtur eitthvað að vera að,“ segir Margrét R. Jónasar, eigandi Make Up Store á Íslandi um markmið sín í Meistaramánuði. „Fólk hittist ekki lengur, það er ekki lengur farið á alvöru stefnumót heldur virðast samskiptin því miður fara í gegnum Facebook og SMS. Stundum sitjum við mæðgurnar þrjár í sitt hvoru herberginu að horfa á sitt hvora bíómyndina eða skoðum símann við matarborðið sem er auðvitað skammarlegt. Þessu ætla ég að breyta.“Undir of miklu álagi Margrét setur sér þessi markmið sérstaklega í ljósi þess að hún vann yfir sig ekki fyrir svo löngu síðan. „Það var í raun ástæðan fyrir því að ég lokaði versluninni í Kringlunni. Ég var undir of miklu álagi. Ég hef unnið ein síðastliðin níu ár eftir að ég opnaði Make Up Store. Fæstir gera sér grein fyrir hvað það er gífurlega mikil vinna að reka tvær verslanir, sérstaklega eftir hrun. Það er mikið utanumhald og vinnan er margþætt, það er samskipti við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð, pantanir, innflutningur, starfsmannamál, vefsíðurnar mínar, uppákomur og markaðsmál og þetta tekur gríðarlega mikinn tíma. Ég hef unnið alla markaðssetningu sjálf, til dæmis gert auglýsingar og skrifað greinar í blöð og tímarit,“ segir Margrét.Fékk hálfgert taugaáfall út af þreytu Árið 2012 hóf hún samstarf við Elite-skólann og þá jókst álagið enn meira. „Á sama tíma átti ég hollenskan kærasta sem bjó úti í Hollandi. Stuttu eftir að ég lokaði versluninni í Kringlunni og sleit sambandinu við kærastann fékk ég hálfgert taugaáfall út af þreytu. Auðvitað var þetta líka sorg innst inni yfir því að hafa tekið ákvörðun um að loka og játa sig sigraða.“ Margrét segir þetta hafa verið vonda lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að líkaminn fylgir ekki huganum. Þetta er eins og að keyra á vegg og allt í einu er núll prósent orka í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi,“ segir Margrét. Hún segir fólk ekki átta sig alveg á hvað það er að fá það sem er kallað „burnout“ eða kulnun í starfi fyrr en það lendi í því sjálft. „Við sem lendum í þessu erum fólk sem er metnaðarfullt og duglegt að vinna og vinnur yfir sig. Þess vegna er svo gífurlega erfitt þegar fótunum er kippt svona undan manni.“Þarf ekki að vera fullkomin Margrét ætlar að hugsa vel um sjálfa sig í október, og auðvitað um ókomna framtíð. „Nú ætla ég að viðurkenna að ég get ekki munað allt né gert allt og að ég þarf ekki að vera fullkomin. Í þessum mánuði ætla ég að gíra mig niður úr þessum hraða. Gera ekki of miklar kröfur til sjálfs míns, leyfa mér að hvíla mig ef ég er þreytt án þess að fá samviskubit, vera góð við mig og hreinlega hafa ekki áhyggjur af smáatriðum.“
Meistaramánuður Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira