Rudi Garcia, knattspyrnustjóri Roma, vonast til að halda Kevin Strootman í herbúðum liðsins, en hollenski miðjumaðurinn hefur verið þrálátlega orðaður við Manchester United undanfarna mánuði.
„Strootman er mikilvægur leikmaður og hann verður vonandi með í heimaleiknum gegn Manchester City,“ sagði Garcia á blaðamannafundi eftir 1-1 jafntefli Roma og City í Meistaradeild Evrópu í fyrradag.
„Hann er frábær leikmaður og við hlökkum mikið til að fá hann aftur til baka. Við vonum að hann snúi aftur sem fyrst.“
Strootman er enn frá vegna meiðsla, en hann sleit liðband í hné í mars og missti af þeim sökum af HM í sumar.
Garcia sagði jafnframt að Roma, sem er með fullt hús stiga í ítölsku deildinni, myndi gera allt til að halda Strootman í herbúðum liðsins.
Garcia vill halda Strootman

Tengdar fréttir

City komst á blað með jafntefli | Sjáðu mörkin
Englandsmeistararnir með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina í Meistaradeild Evrópu.

Totti bætti met Giggs | Myndband
Varð elsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildar Evrópu.

Manchester City enn í basli í Meistaradeildinni
Stjörnum prýtt lið Manchester City er bara með eitt stig eftir tvo leiki í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.

Garcia: Pressan er á Manchester City
Rudi Garcia þjálfari ítalska A-deildarliðsins Roma hóf sálfræðihernaðinn í gær fyrir leik Manchester City og Roma í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn.

Fékk spjald fyrir að faðma ömmu sína | Myndir
Alessandro Florenzi, leikmaður Roma, fékk að líta gula spjaldið í 2-0 sigri Rómverja á Cagliari um helgina.