Gera bíómynd byggða á Tetris leiknum Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2014 12:31 Mynd/Tetris.com Fyrirtækið Tetris mun ásamt Threshold Entertainment gera kvikmynd byggða á tölvuleiknum Tetris. Um er að ræða „epískan vísindaskáldskap“ samkvæmt Larry Kasanoff hjá Threshold. Hann mun framleiða myndina, en fyrirtækið framleiddi einnig kvikmyndir sem byggðar voru á Mortal Kombat leikjunum. Í ár er 30 ára afmæli Tetris leiksins. „Það sem byrjaði sem einfaldur tölvuleikur fyrir 30 árum er í dag stór hluti af heiminum og tengir saman fólk á öllum aldri. Leikurinn fæðir þá þörf okkar að skapa röð og reglu úr óreiðu,“ segir Henk Rogers, framkvæmdastjóri Tetris, í tilkynningu. „Við hlökkum til samstarfsins við Treshold Entertainment við að endurskapa þá upplifun og að færa stórkostlegan og nýjan Tetris heim á stjóra tjaldið. Í þessum nýja heimi verður fólki ljóst að það er meira að baki Tetris en að þurrka út heilar línur.“Hér má sjá grínstiklu fyrir ímyndaða Tetris mynd. Leikjavísir Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Fyrirtækið Tetris mun ásamt Threshold Entertainment gera kvikmynd byggða á tölvuleiknum Tetris. Um er að ræða „epískan vísindaskáldskap“ samkvæmt Larry Kasanoff hjá Threshold. Hann mun framleiða myndina, en fyrirtækið framleiddi einnig kvikmyndir sem byggðar voru á Mortal Kombat leikjunum. Í ár er 30 ára afmæli Tetris leiksins. „Það sem byrjaði sem einfaldur tölvuleikur fyrir 30 árum er í dag stór hluti af heiminum og tengir saman fólk á öllum aldri. Leikurinn fæðir þá þörf okkar að skapa röð og reglu úr óreiðu,“ segir Henk Rogers, framkvæmdastjóri Tetris, í tilkynningu. „Við hlökkum til samstarfsins við Treshold Entertainment við að endurskapa þá upplifun og að færa stórkostlegan og nýjan Tetris heim á stjóra tjaldið. Í þessum nýja heimi verður fólki ljóst að það er meira að baki Tetris en að þurrka út heilar línur.“Hér má sjá grínstiklu fyrir ímyndaða Tetris mynd.
Leikjavísir Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira