Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2025 14:02 Kolfreyja Sól Bogadóttir, jafnan þekkt sem tónlistarkonan Alaska 1867, hefur gengið í gegnum ýmsar hæðir og lægðir lífsins. Vísir/Anton Brink Splunkuný rödd reið röftum í íslensku tónlistarsenunni í sumar og kom eins og stormsveipur inn í bransann með plötu og lögum þar sem er rappað og sungið hispurslaust um ofbeldismenn, kynlíf, kúreka, oxy fráhvörf, kók línur inn á klósetti og edrúmennsku án þess að skafað sé af því. En hver er þessi 25 ára eitursvala tónlistarkona sem sprakk út nýlega þrátt fyrir að hafa verið í tónlist allt sitt líf? Hún heitir Kolfreyja Sól Bogadóttir en listamannanafnið hennar er Alaska 1876, nafn sem að vekur upp ýmsar spurningar og kannski helst hvað þetta nafn á eiginlega að þýða? „Ég var rosa lengi að finna hvaða listamannsnafn ég vildi hafa af því að Kolfreyja er eitthvað svo þjóðlegt og ég á að bera að vera gera einhverja útlegutónlist. Ég vildi því aðskilja það. Mér finnst mjög næs að vera Kolfreyja með fjölskyldunni og síðan Alaska þegar ég er að gera tónlist. Ég var síðan að horfa á heimildarmynd árið 2019 og þar kom fram að Bandaríkin keyptu Alaska árið 1867. Ég veit ekki af hverju þetta greip mig svona mikið,“ segir Kolfreyja í Íslandi í dag á Sýn. Nafnið komið á hreint en þá er eitt sem vantar og það er hvaða bæjarfélag hún kennir sig við. Iðulega þarf ekki að spyrja rappara að því enda taka þeir mikið stolt frá því hvaðan þeir koma. Sjálf segist Kolfreyja vera víða að. „Ég elst upp á Fáskrúðsfirði og svo flyt ég til Akureyrar þegar ég er sex ára og er þar til ég er tólf ára og flyt síðan í bæinn. Ég hef búið mörgum bæjarfélögum.“ Mellusport Alaska 1867 var að gefa út plötu á dögunum. Á plötunni má finna grípandi efnistök og er ljóst frá fyrstu hlustun að Kolfreyja lýsi raunveruleika sem fáir kannast við. Sem dæmi má nefna lögin Fráhvörf, Hata hann, Al Capone og lagið Mellusport sem Kolfreyja var glöð að útskýra fyrir áhorfendum. „Þú getur verið í einhverju sporti, þú getur verið í mellusporti. Það er til dæmis að setja á þig brúnkukrem, eiga mjög feik skilríki og tramp stamp er mjög mikið mellusport,“ segir hún. Innblástur sækir hún frá sínu eigin lífi. „Akkúrat núna er það föt og menning í miðbæ Reykjavíkur og dóp líka. Þó ég taki ekki dóp þá er það því miður kúl. Það er nett fólk sem tekur dóp,“ segir hún á léttum nótum. Innsýn inn í hennar heim en Kolfreyja hefur áður tjáð sig um baráttu sína við fíknidjöfulinn og neyslu ópíóíða. Í dag fagnar hún edrúmennskunni og segist alls ekki fjalla um eiturlyf í dýrðarljóma. „Ég er bara mjög mikið að miðla því bara hvað mér finnst gott að hafa tekið þessa ákvörðun að vera edrú,“ segir Kolfreyja en innslagið má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
En hver er þessi 25 ára eitursvala tónlistarkona sem sprakk út nýlega þrátt fyrir að hafa verið í tónlist allt sitt líf? Hún heitir Kolfreyja Sól Bogadóttir en listamannanafnið hennar er Alaska 1876, nafn sem að vekur upp ýmsar spurningar og kannski helst hvað þetta nafn á eiginlega að þýða? „Ég var rosa lengi að finna hvaða listamannsnafn ég vildi hafa af því að Kolfreyja er eitthvað svo þjóðlegt og ég á að bera að vera gera einhverja útlegutónlist. Ég vildi því aðskilja það. Mér finnst mjög næs að vera Kolfreyja með fjölskyldunni og síðan Alaska þegar ég er að gera tónlist. Ég var síðan að horfa á heimildarmynd árið 2019 og þar kom fram að Bandaríkin keyptu Alaska árið 1867. Ég veit ekki af hverju þetta greip mig svona mikið,“ segir Kolfreyja í Íslandi í dag á Sýn. Nafnið komið á hreint en þá er eitt sem vantar og það er hvaða bæjarfélag hún kennir sig við. Iðulega þarf ekki að spyrja rappara að því enda taka þeir mikið stolt frá því hvaðan þeir koma. Sjálf segist Kolfreyja vera víða að. „Ég elst upp á Fáskrúðsfirði og svo flyt ég til Akureyrar þegar ég er sex ára og er þar til ég er tólf ára og flyt síðan í bæinn. Ég hef búið mörgum bæjarfélögum.“ Mellusport Alaska 1867 var að gefa út plötu á dögunum. Á plötunni má finna grípandi efnistök og er ljóst frá fyrstu hlustun að Kolfreyja lýsi raunveruleika sem fáir kannast við. Sem dæmi má nefna lögin Fráhvörf, Hata hann, Al Capone og lagið Mellusport sem Kolfreyja var glöð að útskýra fyrir áhorfendum. „Þú getur verið í einhverju sporti, þú getur verið í mellusporti. Það er til dæmis að setja á þig brúnkukrem, eiga mjög feik skilríki og tramp stamp er mjög mikið mellusport,“ segir hún. Innblástur sækir hún frá sínu eigin lífi. „Akkúrat núna er það föt og menning í miðbæ Reykjavíkur og dóp líka. Þó ég taki ekki dóp þá er það því miður kúl. Það er nett fólk sem tekur dóp,“ segir hún á léttum nótum. Innsýn inn í hennar heim en Kolfreyja hefur áður tjáð sig um baráttu sína við fíknidjöfulinn og neyslu ópíóíða. Í dag fagnar hún edrúmennskunni og segist alls ekki fjalla um eiturlyf í dýrðarljóma. „Ég er bara mjög mikið að miðla því bara hvað mér finnst gott að hafa tekið þessa ákvörðun að vera edrú,“ segir Kolfreyja en innslagið má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira