Enski boltinn

Rodgers vill ekki að Sturridge verði valinn í enska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að framherjinn Daniel Sturridge verði ekki leikfær þegar enska landsliðið leikur í undankeppni EM í þessum mánuði.

Daniel Sturridge hefur ekkert spilað með Liverpool-liðinu síðan að hann meiddist á æfingu með enska landsliðinu í september og hann fór ekki með liðinu til Sviss þar sem Liverpool mætir Basel í Meistaradeildinni í kvöld.

„Leikmenn þurfa að vera í formi ef að menn ætla að kalla þá inn í landsliðið. Daniel verður svo sannarlega ekki í leikformi þegar kemur að þessum leikjum," sagði Brendan Rodgers við BBC.

Daniel Sturridge hefur þegar misst af fimm leikjum vegna umræddar tognunar í læri en gæti spilað á móti West Bromwich Albion um næstu helgi.

„Sturridge getur ekki spilað með enska landsliðinu hvort sem hann spilar með okkur um næsti helgi eða ekki," sagði Rodgers.

"Við erum að vonast til þess að hann geti æft með liðinu á fimmtudag og hugsanlega spilað á laugardaginn. Ég tel að hann geti samt aldrei spilað þessa landsleiki," sagði Rodgers.


Tengdar fréttir

Balotelli vantar stöðugleika

Hernan Crespo telur að Balotelli sé ekki nægilega stöðugur sem markaskorari og telur að AC Milan hafi gert vel með því að fá Fernando Torres í hans stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×