Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. október 2014 16:27 Pétur Pétursson, Ólafur Jóhannesson og Arnór Smárason. vísir Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn ÓlafsJóhannessonar, er verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænska blaðinu HelsingborgsDagblad. Tvímenningarnir sögðu umhverfið í kringum íslenska landsliðið hafa breyst verulega með innkomu Lars Lagerbäck, en áður fyrr hafi menn einfaldlega mætt í landsliðsverkefni til að hitta vini og fjölskyldu og fara á krána. Meira um það má lesa hér. „Ég man nú ekki eftir að Guðlaugur Victor hafi verið valinn hjá okkur,“ segir Pétur við Vísi, en Victor tekur fram í viðtalinu að hann hafi heyrt þetta frá öðrum strákum sem eru í liðinu núna. Arnór Smárason segir svo: „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ Pétur er algjörlega ósammála og skilur ekki hvað Arnór á við með þessum orðum. „Þetta kemur mér rosalega á óvart og mér finnst skrítið að sjá hann tjá sig svona um liðsfélaga sína sem hann er að drulla yfir þarna. Hann er að segja þá ekki hafa hugarfar til að spila fyrir íslenska landsliðið nema fara á pöbbinn,“ segir Pétur í samtali við Vísi í dag.Guðlaugur Victor Pálsson.vísir/gettyHvað varðar leikskipulagið eða skort á því segir Pétur: „Arnór hefur sennilega farið á pöbbinn þegar leikskipulagið var rætt og ekki komist á fundinn.“ Hann bætir við: „Eins og allir vita er Ólafur Jóhannesson harður á aga að öllu leyti og það var aldrei neitt vesen með áfengi þegar við vorum með liðið. Þegar allt var búið og leikirnir búnir gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Í viðtalinu segir Arnór að æfingar hafi bara snúist um að ungir spiluðu á móti gömlum og lítil alvara í undirbúnignum. „Það er hefð hjá íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið að spila ungir-gamlir þegar liðið hittist. Það er bara skemmtileg hefð til að koma mönnum af stað, og síðan er farið í leikskipulagið. Arnór hefur sennilega bara verið á pöbbnum og misst af því,“ segir Pétur. Pétri kemur á óvart hvernig Arnór talar um Ólaf sem gaf honum tækifæri í landsliðinu, en skilur betur hvernig staða hans á atvinnumannaferlinum er þegar hann les svona viðtöl. „Arnór fékk nú séns hjá Óla sem gaf honum mikið traust. Ef þetta er hugarfarið þá er ég ekki hissa á að menn hafi náð árangri. Við Ólafur unnum af heilindum með landsliðið,“ segir Pétur, sem segir það særa að sjá svona ummæli. „Það særir þegar menn tala ekki rétt. Menn geta gagnrýnt hlutina á réttan hátt eins og þeir vilja, en þegar menn beinlínis ljúga og bulla þá mun ég svara. Mér er ekki skemmt að sjá svona því þetta var ekki það sem var í gangi.“ „Ég held nú að svona viðtal hljóti að dæma sig sjálft. Þeir fá varla prik fyrir þetta og ég get ekki ímyndað mér annað en hugarfarið hjá þeim sé eins núna. Þeir hljóta bara að vilja koma í landsliðið til að fara á pöbbinn.“ „Þessir leikmenn hafa verið að ganga á milli liða og aldrei fest sig í sessi. Það kemur ekki mikið á óvart þegar hugarfarið er svona,“ segir Pétur Pétursson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn ÓlafsJóhannessonar, er verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænska blaðinu HelsingborgsDagblad. Tvímenningarnir sögðu umhverfið í kringum íslenska landsliðið hafa breyst verulega með innkomu Lars Lagerbäck, en áður fyrr hafi menn einfaldlega mætt í landsliðsverkefni til að hitta vini og fjölskyldu og fara á krána. Meira um það má lesa hér. „Ég man nú ekki eftir að Guðlaugur Victor hafi verið valinn hjá okkur,“ segir Pétur við Vísi, en Victor tekur fram í viðtalinu að hann hafi heyrt þetta frá öðrum strákum sem eru í liðinu núna. Arnór Smárason segir svo: „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ Pétur er algjörlega ósammála og skilur ekki hvað Arnór á við með þessum orðum. „Þetta kemur mér rosalega á óvart og mér finnst skrítið að sjá hann tjá sig svona um liðsfélaga sína sem hann er að drulla yfir þarna. Hann er að segja þá ekki hafa hugarfar til að spila fyrir íslenska landsliðið nema fara á pöbbinn,“ segir Pétur í samtali við Vísi í dag.Guðlaugur Victor Pálsson.vísir/gettyHvað varðar leikskipulagið eða skort á því segir Pétur: „Arnór hefur sennilega farið á pöbbinn þegar leikskipulagið var rætt og ekki komist á fundinn.“ Hann bætir við: „Eins og allir vita er Ólafur Jóhannesson harður á aga að öllu leyti og það var aldrei neitt vesen með áfengi þegar við vorum með liðið. Þegar allt var búið og leikirnir búnir gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Í viðtalinu segir Arnór að æfingar hafi bara snúist um að ungir spiluðu á móti gömlum og lítil alvara í undirbúnignum. „Það er hefð hjá íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið að spila ungir-gamlir þegar liðið hittist. Það er bara skemmtileg hefð til að koma mönnum af stað, og síðan er farið í leikskipulagið. Arnór hefur sennilega bara verið á pöbbnum og misst af því,“ segir Pétur. Pétri kemur á óvart hvernig Arnór talar um Ólaf sem gaf honum tækifæri í landsliðinu, en skilur betur hvernig staða hans á atvinnumannaferlinum er þegar hann les svona viðtöl. „Arnór fékk nú séns hjá Óla sem gaf honum mikið traust. Ef þetta er hugarfarið þá er ég ekki hissa á að menn hafi náð árangri. Við Ólafur unnum af heilindum með landsliðið,“ segir Pétur, sem segir það særa að sjá svona ummæli. „Það særir þegar menn tala ekki rétt. Menn geta gagnrýnt hlutina á réttan hátt eins og þeir vilja, en þegar menn beinlínis ljúga og bulla þá mun ég svara. Mér er ekki skemmt að sjá svona því þetta var ekki það sem var í gangi.“ „Ég held nú að svona viðtal hljóti að dæma sig sjálft. Þeir fá varla prik fyrir þetta og ég get ekki ímyndað mér annað en hugarfarið hjá þeim sé eins núna. Þeir hljóta bara að vilja koma í landsliðið til að fara á pöbbinn.“ „Þessir leikmenn hafa verið að ganga á milli liða og aldrei fest sig í sessi. Það kemur ekki mikið á óvart þegar hugarfarið er svona,“ segir Pétur Pétursson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36
„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14