Von á tillögum um breytingar á peningakerfinu fyrir áramót Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. október 2014 11:09 Frosti hefur talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins. Vísir / Pjetur Starfshópur sem vinnur að skýrslu um hvaða breytingar eru mögulegar á brotaforðakerfinu reiknar með að skila tillögum sínum fyrir áramót. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður hópsins. Hann segir að hópurinn hafi nýtt sumarið í að viða að sér efni sem nú sé unnið úr.Söfnuðu efni í sumar Hópurinn starfar á vegum forsætisráðuneytisins en auk Frosta skipa hópinn tveir hagfræðingar, þau Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Sjálfur er Frosti mikill áhugamaður um breytt peningakerfi en hann segir að vinnan í hópnum hafi dýpkað skilning sinn á málinu. „Megnið af vinnunni fór fram í sumar, þá var efni viðað í skýrsluna. Nú er verið að setja hana í læsilegt form. Við vonum að við klárum það fyrir áramótin en þetta þarf bara að taka sinn tíma,“ segir Frosti um stöðu mála. „Við stefnum að því að þessu verði öllu lokið fyrir áramót.“Skoðuðu söguna Hópurinn hafði það að markmiði að skoða sögu peningamyndunar hér á landi, hvernig gengið hefur að stýra peningamagni í landinu og með hvaða aðferðum það hefur myndast. Þá skoðaði hópurinn líka hvaða leiðir væru til að bæta þetta kerfi. „Það er búið að fara í gegnum það allt,“ segir hann og bætir við mikið sé af gögnum. Frosti getur ekki sagt hvenær tillögur hópsins verða kynntar en hann vill ekki upplýsa um hvað kemur þar fram. Hópurinn er ein af 23 verkefnanefndum sem starfa í umboði forsætisráðherra.Lengi viljað breytingar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Frosti blandar sér í umræðuna um breytingar á brotaforðakerfinu en hann er einn af forsvarsmönnum átaksins Betra peningakerfi. Í gegnum þau samtök hefur Frosti talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins og bönkum yrði aðeins leyft að lána út peninga sem þegar hafa verið lagðir inn. „Í sjálfu sér hefur skilningur bara dýpkað og ég kynnst þessu enn betur, hvernig í málinu liggur. Ég hef bara staðfest betur í því að gera þarf endurbætur á þessu fyrirkomulagi til að koma í veg fyrir að það verði aftur svipuð vandamál í framtíðinni eins og hingað til hafa verið,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Starfshópur sem vinnur að skýrslu um hvaða breytingar eru mögulegar á brotaforðakerfinu reiknar með að skila tillögum sínum fyrir áramót. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður hópsins. Hann segir að hópurinn hafi nýtt sumarið í að viða að sér efni sem nú sé unnið úr.Söfnuðu efni í sumar Hópurinn starfar á vegum forsætisráðuneytisins en auk Frosta skipa hópinn tveir hagfræðingar, þau Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Sjálfur er Frosti mikill áhugamaður um breytt peningakerfi en hann segir að vinnan í hópnum hafi dýpkað skilning sinn á málinu. „Megnið af vinnunni fór fram í sumar, þá var efni viðað í skýrsluna. Nú er verið að setja hana í læsilegt form. Við vonum að við klárum það fyrir áramótin en þetta þarf bara að taka sinn tíma,“ segir Frosti um stöðu mála. „Við stefnum að því að þessu verði öllu lokið fyrir áramót.“Skoðuðu söguna Hópurinn hafði það að markmiði að skoða sögu peningamyndunar hér á landi, hvernig gengið hefur að stýra peningamagni í landinu og með hvaða aðferðum það hefur myndast. Þá skoðaði hópurinn líka hvaða leiðir væru til að bæta þetta kerfi. „Það er búið að fara í gegnum það allt,“ segir hann og bætir við mikið sé af gögnum. Frosti getur ekki sagt hvenær tillögur hópsins verða kynntar en hann vill ekki upplýsa um hvað kemur þar fram. Hópurinn er ein af 23 verkefnanefndum sem starfa í umboði forsætisráðherra.Lengi viljað breytingar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Frosti blandar sér í umræðuna um breytingar á brotaforðakerfinu en hann er einn af forsvarsmönnum átaksins Betra peningakerfi. Í gegnum þau samtök hefur Frosti talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins og bönkum yrði aðeins leyft að lána út peninga sem þegar hafa verið lagðir inn. „Í sjálfu sér hefur skilningur bara dýpkað og ég kynnst þessu enn betur, hvernig í málinu liggur. Ég hef bara staðfest betur í því að gera þarf endurbætur á þessu fyrirkomulagi til að koma í veg fyrir að það verði aftur svipuð vandamál í framtíðinni eins og hingað til hafa verið,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira