Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Kristín Björk hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún komi til Snjallgagna frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þar sem hún hafi verið framkvæmdastjóri upplýsingatækni.
„Hún starfaði áður meðal annars hjá Landsbankanum við gagnadrifna upplýsingagjöf og Alvogen þar sem hún stýrði þróun og innleiðingu á stefnumótandi upplýsingagjöf og árangurstengdum mælikvörðum. Hún hefur að auki nokkur kynni af sprotaumhverfinu, sem þátttakandi í viðskiptahröðlunum Snjallræði 2023 og Startup Tourism 2024. Kristín Björk er stjórnarmaður og framkvæmdastjóri hjá Velferðarsjóði barna.
Hún hefur BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum frá Illinois Institute of Technology í Chicago,“ segir í tilkynningunni.
Um Snjallgögn segir að fyrirtækið sé tíu manna hugbúnaðarhús í Reykjavík, sem þrói gervigreindarlausnir fyrir atvinnulífið.