Martin Kaymer sigraði á Grand Slam mótinu í Bermúda 15. október 2014 23:14 Kaymer fagnar titlinum í dag. Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði á PGA Grand Slam golfmótinu sem kláraðist í dag en alla jafna hafa aðeins fjórir kylfingar þátttökurétt í mótinu sem unnið hafa risamót á árinu. Í ár léku Bubba Watson sem sigraði Masters mótið, Martin Kaymer sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu og Rory McIlroy sem sigraði á Opna breska og PGA-meistaramótinu. Þá fékk reynsluboltinn Jim Furyk einnig sérstakt boð um að vera með að þessu sinni þar sem McIlroy sigraði á tveimur risamótum á árinu. Leiknir voru tveir hringir á Port Royal vellinum í Bermúda en eftir fyrri hringinn hafði Kaymer tveggja högga forskot á Bubba Watson eftir að hafa leikið á 65 höggum eða sex undir pari. McIlroy sat í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir Kaymer en Norður-Írinn spilaði sig út úr mótinu með hræðilegum seinni hring í dag. Á meðan náði Jim Furyk sér aldrei á strik en hann endaði að lokum í síðasta sæti. Baráttan var því milli Kaymer og Watson á lokahringnum og eftir að hafa fengið þrjá fugla í röð á seinni níu holunum hafði Watson tveggja högga forskot á Kaymer þegar að þeir komu á 17. teig. Þar brást Watson þó bogaistinn og hann þurfti að sætta sig við skolla eftir hræðilegt upphafshögg á meðan að Kaymer fékk fugl og staðan því jöfn fyrir 18. holu. Báðir kylfingar fengu par á lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana sem stóð stutt yfir þar sem Þjóðverjinn fékk fugl á fyrstu holu og tryggði sér sigurinn. Fyrir ómakið fékk Kaymer rúmlega 72 milljónir króna í verðlaunafé en það verður að teljast ágætis upphæð fyrir tvo, en þó mjög vel spilaða golfhringi. Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði á PGA Grand Slam golfmótinu sem kláraðist í dag en alla jafna hafa aðeins fjórir kylfingar þátttökurétt í mótinu sem unnið hafa risamót á árinu. Í ár léku Bubba Watson sem sigraði Masters mótið, Martin Kaymer sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu og Rory McIlroy sem sigraði á Opna breska og PGA-meistaramótinu. Þá fékk reynsluboltinn Jim Furyk einnig sérstakt boð um að vera með að þessu sinni þar sem McIlroy sigraði á tveimur risamótum á árinu. Leiknir voru tveir hringir á Port Royal vellinum í Bermúda en eftir fyrri hringinn hafði Kaymer tveggja högga forskot á Bubba Watson eftir að hafa leikið á 65 höggum eða sex undir pari. McIlroy sat í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir Kaymer en Norður-Írinn spilaði sig út úr mótinu með hræðilegum seinni hring í dag. Á meðan náði Jim Furyk sér aldrei á strik en hann endaði að lokum í síðasta sæti. Baráttan var því milli Kaymer og Watson á lokahringnum og eftir að hafa fengið þrjá fugla í röð á seinni níu holunum hafði Watson tveggja högga forskot á Kaymer þegar að þeir komu á 17. teig. Þar brást Watson þó bogaistinn og hann þurfti að sætta sig við skolla eftir hræðilegt upphafshögg á meðan að Kaymer fékk fugl og staðan því jöfn fyrir 18. holu. Báðir kylfingar fengu par á lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana sem stóð stutt yfir þar sem Þjóðverjinn fékk fugl á fyrstu holu og tryggði sér sigurinn. Fyrir ómakið fékk Kaymer rúmlega 72 milljónir króna í verðlaunafé en það verður að teljast ágætis upphæð fyrir tvo, en þó mjög vel spilaða golfhringi.
Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira