Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2014 21:34 Emil tekur skot á markið. Vísir/andri marinó „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann að loknum fræknum sigri á Hollandi. Emil, sem missti föður sinn á dögunum, fór á kostum með íslenska liðinu líkt og í 3-0 sigrinum á Lettum. Hann virtist á köflum svífa á grænu grasinu og fór oft illa með Hollendinga. Undir það tók landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í leikslok. „Hann hefur verið frábær í öllum þremur leikjunum,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi um frammistöðu Hafnfirðingsins sem er fastamaður hjá Hellas Verona í Serie A. „Ég er líka í góðu standi, spila með mínu félagsliði og finn fyrir trausti hjá Lars og Heimi. Þetta virkar allt saman. Það er bara gaman að ná að sýna góða leiki,“ sagði Emil aðspurður um frammistöðu sína undanfarið sem hefur vakið mikla athygli. Emil lét vaða ótt og títt í sigrinum á Lettum og hlóð aftur í skot af löngu færi í kvöld. Svo virðist sem hann langi mikið að skora: „Það passar alveg. Það er langt síðan ég skoraði síðast. Maður verður bara að reyna meira. Ég reyndi bara einu sinni í dag en þannig séð er mér nokkuð sama á meðan við vinnum.“ Emil segir að félagar sínir hjá ítalska liðinu sé líklega farnir að taka aðeins mark á íslenska liðinu núna í ljósi árangursins í kjölfar síðustu undankeppni. „Þeir eiga samt örugglega erfitt með að trúa markatölunni 8-0 og níu stig eftir þrjá leiki. Þetta er ótrúlegt, öllum finnst það en þetta er raunveruleikinn og við förum ótrúlega sáttir heim.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
„Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann að loknum fræknum sigri á Hollandi. Emil, sem missti föður sinn á dögunum, fór á kostum með íslenska liðinu líkt og í 3-0 sigrinum á Lettum. Hann virtist á köflum svífa á grænu grasinu og fór oft illa með Hollendinga. Undir það tók landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í leikslok. „Hann hefur verið frábær í öllum þremur leikjunum,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi um frammistöðu Hafnfirðingsins sem er fastamaður hjá Hellas Verona í Serie A. „Ég er líka í góðu standi, spila með mínu félagsliði og finn fyrir trausti hjá Lars og Heimi. Þetta virkar allt saman. Það er bara gaman að ná að sýna góða leiki,“ sagði Emil aðspurður um frammistöðu sína undanfarið sem hefur vakið mikla athygli. Emil lét vaða ótt og títt í sigrinum á Lettum og hlóð aftur í skot af löngu færi í kvöld. Svo virðist sem hann langi mikið að skora: „Það passar alveg. Það er langt síðan ég skoraði síðast. Maður verður bara að reyna meira. Ég reyndi bara einu sinni í dag en þannig séð er mér nokkuð sama á meðan við vinnum.“ Emil segir að félagar sínir hjá ítalska liðinu sé líklega farnir að taka aðeins mark á íslenska liðinu núna í ljósi árangursins í kjölfar síðustu undankeppni. „Þeir eiga samt örugglega erfitt með að trúa markatölunni 8-0 og níu stig eftir þrjá leiki. Þetta er ótrúlegt, öllum finnst það en þetta er raunveruleikinn og við förum ótrúlega sáttir heim.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12
Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30