Reiður rússneskur ökumaður Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 16:13 Svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi að mestu í rússnesku umferðinni og hér sést enn eitt dæmi um það. Að sjálfsögðu náðist þetta atvik á eina af þeim fjölmörgu myndavélum sem rússneskir ökumenn hafa á mæliborðinu til að verjast einmitt svona ruddaskap. Eitthvað er ökumaður Nissan Juke bíls ósáttur við mótorhjólamann sem fyrir framan hann er. Mótorhjólamaðurinn bankar létt á húdd Nissan bílsins eftir ógnandi tilburði ökumannsins. Viðbrögð hans við því er hreinlega að aka hann niður og reyna svo að aka yfir hann. Á meðan kemur aðvífandi bíll að hlið fallandi mótorhjólamannsins sem rekst í hann og rífur af honum hluta af afturstuðaranum. Hann sleppur þó lifandi frá þessum hildarleik, en ekki er það ökumanni bílsins að þakka. Þrátt fyrir að á dagsetningunni sem sést í myndskeiðinu, með ártalinu 2008, er ljóst á þeim bílum sem þarna aka að þetta er miklu yngra og sennilega afar nýlegt. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi að mestu í rússnesku umferðinni og hér sést enn eitt dæmi um það. Að sjálfsögðu náðist þetta atvik á eina af þeim fjölmörgu myndavélum sem rússneskir ökumenn hafa á mæliborðinu til að verjast einmitt svona ruddaskap. Eitthvað er ökumaður Nissan Juke bíls ósáttur við mótorhjólamann sem fyrir framan hann er. Mótorhjólamaðurinn bankar létt á húdd Nissan bílsins eftir ógnandi tilburði ökumannsins. Viðbrögð hans við því er hreinlega að aka hann niður og reyna svo að aka yfir hann. Á meðan kemur aðvífandi bíll að hlið fallandi mótorhjólamannsins sem rekst í hann og rífur af honum hluta af afturstuðaranum. Hann sleppur þó lifandi frá þessum hildarleik, en ekki er það ökumanni bílsins að þakka. Þrátt fyrir að á dagsetningunni sem sést í myndskeiðinu, með ártalinu 2008, er ljóst á þeim bílum sem þarna aka að þetta er miklu yngra og sennilega afar nýlegt.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent