Tesla býður Model S með 691 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 10:38 Tesla Model S er nú orðin enn meiri spyrnukerra. Þó svo að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla vinni nú að nýjum bílum sínum, fjórhjóladrifnum Model X og ódýrari rafmagnsfólksbíl heldur fyrirtækið áfram að bjóða fleiri útfærslur á eina framleiðslubíl þeirra nú, Model S. Nú er hægt að fá Model S með allt að 691 hestafla drifrás sem eingöngu notast við rafmagn. Þessi útgáfa hans er aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fyrir þetta þarf að greiða 14.600 dollurum meira en fyrir hefðbundinn 416 hestafla Model S, eða 1.750.000 krónur. Drægni þessar öflugu gerðar Model S eykst um 15 kílómetra og er því 440 kílómetrar í stað 425. Tesla hefur einnig bætt rafhlöðurnar í hefðbundnum Model S 85D og er hún nú 475 kílómetrar, eða 35 kílómetrum meiri en í öflugustu gerð bílsins. Því þarf að fórna örlitlu í drægninni fyrir allt þetta afl. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent
Þó svo að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla vinni nú að nýjum bílum sínum, fjórhjóladrifnum Model X og ódýrari rafmagnsfólksbíl heldur fyrirtækið áfram að bjóða fleiri útfærslur á eina framleiðslubíl þeirra nú, Model S. Nú er hægt að fá Model S með allt að 691 hestafla drifrás sem eingöngu notast við rafmagn. Þessi útgáfa hans er aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fyrir þetta þarf að greiða 14.600 dollurum meira en fyrir hefðbundinn 416 hestafla Model S, eða 1.750.000 krónur. Drægni þessar öflugu gerðar Model S eykst um 15 kílómetra og er því 440 kílómetrar í stað 425. Tesla hefur einnig bætt rafhlöðurnar í hefðbundnum Model S 85D og er hún nú 475 kílómetrar, eða 35 kílómetrum meiri en í öflugustu gerð bílsins. Því þarf að fórna örlitlu í drægninni fyrir allt þetta afl.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent