Hannes: Þetta eru náttúrulega frægir karlar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 12:00 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því. Hannes hefur staðið vaktina vel í sigrinum á Tyrkjum og Lettum en í kvöld þarf hann og félagar hans í íslenska landsliðinu að glíma við stjörnuprýtt hollenskt landslið. „Það mun mæða meira á vörninni heldur en á móti Tyrkjunum þótt að Tyrkir séu með flott lið. Holland er eitt besta lið í heiminum og það er hætt við því að það verði eitthvað að gera hjá okkur þarna aftast. Við erum klárir í það," sagði Hannes. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. „Þetta er flott. Við erum með flott lið núna og það er mikil fagmennska sem ríkir í kringum landsliðið og á öllum stöðum. Það eru flottir leikmenn í liðinu og það er virkilega jákvætt að Ísland geti náð svona úrslitum. Nú er bara að fylgja því eftir og halda áfram að gera vel," sagði Hannes. Hannes mun meðal annars fara yfir skot hollensku leikmannanna fyrir leikinn með hinum markvörðunum (Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson) og markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni. „Þetta eru náttúrulega frægir karlar og maður hefur séð eitthvað með þeim áður. Svo er fótbolti bara þannig að maður þarf að vera klár í hvað sem er þó að maður sé búinn að skoða einhver vídeó. Það hjálpar manni kannski ekkert svo mikið þegar út í leikinn er komið," segir Hannes. Það er nóg af stjörnum í hollenska landsliðinu. „Við erum búnir að spila á móti flottum körlum áður og það er bara gaman. Þetta eru karlar sem er gaman að vera með í reynslubankanum að hafa spilað við. Ég get síðan montað mig yfir því við félagana þegar við sitjum og horfum á enska boltann að maður hafi spilað við þessa karla og helst haldið hreinu á móti þeim. Við vonumst til að það bætist í það safn á morgun," segir Hannes. „Við þurfum að horfa þannig á þetta að vera með sex stig núna gerir það að verkum að við getum farið örlítið afslappaðri inn í þetta að því leytinu til að við erum ekki með bakið upp við vegg. Vonandi nær að það að hjálpa okkur að ná fram okkar besta leik til þess að fara svo og sækja úrslit á móti Hollandi. Það er meira en að segja það og við þurfum að fá allt með okkur til að ná árangri á móti þeim. Ég held að það hjálpi okkur að vera með sex stig í sarpinum," sagði Hannes. „Ég gæti trúað því að það sé meiri pressa á þeim fyrir þennan leik. Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hinsvegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá er að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega. Við vitum það að þeir munu ekki fá auðveldan leik. Vonandi eru þeir svolítið stressaðir fyrir þetta verkefni og við náum síðan að koma þeim úr jafnvægi með því að mæta þeim af krafti," sagði Hannes að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því. Hannes hefur staðið vaktina vel í sigrinum á Tyrkjum og Lettum en í kvöld þarf hann og félagar hans í íslenska landsliðinu að glíma við stjörnuprýtt hollenskt landslið. „Það mun mæða meira á vörninni heldur en á móti Tyrkjunum þótt að Tyrkir séu með flott lið. Holland er eitt besta lið í heiminum og það er hætt við því að það verði eitthvað að gera hjá okkur þarna aftast. Við erum klárir í það," sagði Hannes. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. „Þetta er flott. Við erum með flott lið núna og það er mikil fagmennska sem ríkir í kringum landsliðið og á öllum stöðum. Það eru flottir leikmenn í liðinu og það er virkilega jákvætt að Ísland geti náð svona úrslitum. Nú er bara að fylgja því eftir og halda áfram að gera vel," sagði Hannes. Hannes mun meðal annars fara yfir skot hollensku leikmannanna fyrir leikinn með hinum markvörðunum (Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson) og markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni. „Þetta eru náttúrulega frægir karlar og maður hefur séð eitthvað með þeim áður. Svo er fótbolti bara þannig að maður þarf að vera klár í hvað sem er þó að maður sé búinn að skoða einhver vídeó. Það hjálpar manni kannski ekkert svo mikið þegar út í leikinn er komið," segir Hannes. Það er nóg af stjörnum í hollenska landsliðinu. „Við erum búnir að spila á móti flottum körlum áður og það er bara gaman. Þetta eru karlar sem er gaman að vera með í reynslubankanum að hafa spilað við. Ég get síðan montað mig yfir því við félagana þegar við sitjum og horfum á enska boltann að maður hafi spilað við þessa karla og helst haldið hreinu á móti þeim. Við vonumst til að það bætist í það safn á morgun," segir Hannes. „Við þurfum að horfa þannig á þetta að vera með sex stig núna gerir það að verkum að við getum farið örlítið afslappaðri inn í þetta að því leytinu til að við erum ekki með bakið upp við vegg. Vonandi nær að það að hjálpa okkur að ná fram okkar besta leik til þess að fara svo og sækja úrslit á móti Hollandi. Það er meira en að segja það og við þurfum að fá allt með okkur til að ná árangri á móti þeim. Ég held að það hjálpi okkur að vera með sex stig í sarpinum," sagði Hannes. „Ég gæti trúað því að það sé meiri pressa á þeim fyrir þennan leik. Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hinsvegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá er að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega. Við vitum það að þeir munu ekki fá auðveldan leik. Vonandi eru þeir svolítið stressaðir fyrir þetta verkefni og við náum síðan að koma þeim úr jafnvægi með því að mæta þeim af krafti," sagði Hannes að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira