"Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2014 21:00 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi sendiherra í Washington, var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og talaði hann meðal annars um ávarp hans til þjóðarinnar 6. október árið 2008. Rúmlega sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi. „Það var stór ákvörðun að flytja þetta ávarp og mjög óvanalegt hér á okkar landi. Forsætisráðherra kemur vanalega ekki fram með ávarp í sjónvarpi, nema þá á gamlárskvöld og 17. júní,“ sagði Geir í þættinum. „Þessi lokorð sem margir vilja vitna oft í finnst mér mjög falleg, sumir vilja lesa trúarlega merkingu í þau og ég amast ekki við því. Þetta var fyrst og fremst falleg kveðja, þrátt fyrir að hafa verið mjög óvanaleg. Ég hafði áður hugsað mér að ljúka ræður og jafnvel oftar en einu sinni á þessum orðum. Þetta er mjög algengt í útlöndum.“ Geir þykir það miður að efnislegur boðskapur ávarpsins hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar og fallið í skuggann á þessum lokaorðum. „Ef ég hefði vitað það að lokaorðin yrðu aðalmálið hjá mörgum og þeim sem vildu snúa út úr mínum orðum og gera lítið úr mér, þá hefði ég sennilega ekki gert þetta.“Árið 2009 greindist Geir með illkynja æxli í vélinda og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma tilkynnti flokkurinn að vænlegast væri að boða til kosninga í maí það ár. „Ég hef verið mjög heppinn maður. Eftir að hafa farið í meðferðir vegna veikinda minna til Hollands þá kom í ljós að það blessaðist allt saman. Það var læknum og hjúkrunarfólki hér heima gríðarlega mikið að þakka fyrir að hafa uppgötvað þetta strax. Ég fór í speglun í þessari viku og mér er sagt að þetta sé bara skínandi fínt.“ Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að sýkna Geir af öllum ákæruliðum gegn honum að undanskildum einum. Sérstök þingmannanefnd lagði til að auk Geirs yrðu þrír fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans ákærðir en meirihluti Alþingis ákvað hins vegar að ákæra Geir einan. „Ég átti von á því á fyrri stigum málsins að því yrði bara vísað alfarið frá. Ég er sýknaður af öllu efnislegu en sakfelldur fyrir einn lið, það að ég hafi ekki borið upp mikilvæg mál á ríkisstjórnarfundum. Mér fannst þetta stórfurðuleg niðurstaða og finnst enn. Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því. Þetta var pólitísk aðför að mér og Sjálfstæðisflokknum.“ Landsdómur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi sendiherra í Washington, var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og talaði hann meðal annars um ávarp hans til þjóðarinnar 6. október árið 2008. Rúmlega sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi. „Það var stór ákvörðun að flytja þetta ávarp og mjög óvanalegt hér á okkar landi. Forsætisráðherra kemur vanalega ekki fram með ávarp í sjónvarpi, nema þá á gamlárskvöld og 17. júní,“ sagði Geir í þættinum. „Þessi lokorð sem margir vilja vitna oft í finnst mér mjög falleg, sumir vilja lesa trúarlega merkingu í þau og ég amast ekki við því. Þetta var fyrst og fremst falleg kveðja, þrátt fyrir að hafa verið mjög óvanaleg. Ég hafði áður hugsað mér að ljúka ræður og jafnvel oftar en einu sinni á þessum orðum. Þetta er mjög algengt í útlöndum.“ Geir þykir það miður að efnislegur boðskapur ávarpsins hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar og fallið í skuggann á þessum lokaorðum. „Ef ég hefði vitað það að lokaorðin yrðu aðalmálið hjá mörgum og þeim sem vildu snúa út úr mínum orðum og gera lítið úr mér, þá hefði ég sennilega ekki gert þetta.“Árið 2009 greindist Geir með illkynja æxli í vélinda og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma tilkynnti flokkurinn að vænlegast væri að boða til kosninga í maí það ár. „Ég hef verið mjög heppinn maður. Eftir að hafa farið í meðferðir vegna veikinda minna til Hollands þá kom í ljós að það blessaðist allt saman. Það var læknum og hjúkrunarfólki hér heima gríðarlega mikið að þakka fyrir að hafa uppgötvað þetta strax. Ég fór í speglun í þessari viku og mér er sagt að þetta sé bara skínandi fínt.“ Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að sýkna Geir af öllum ákæruliðum gegn honum að undanskildum einum. Sérstök þingmannanefnd lagði til að auk Geirs yrðu þrír fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans ákærðir en meirihluti Alþingis ákvað hins vegar að ákæra Geir einan. „Ég átti von á því á fyrri stigum málsins að því yrði bara vísað alfarið frá. Ég er sýknaður af öllu efnislegu en sakfelldur fyrir einn lið, það að ég hafi ekki borið upp mikilvæg mál á ríkisstjórnarfundum. Mér fannst þetta stórfurðuleg niðurstaða og finnst enn. Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því. Þetta var pólitísk aðför að mér og Sjálfstæðisflokknum.“
Landsdómur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira