Gylfi: Ætlum að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 18:45 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. „Markmiðið fyrir keppnina var alltaf að taka sex stig í þessum tveimur leikjum en ef að við eigum að vera sanngjarnir þá hefði fjögur stig verið mjög gott. Við áttum frábæran leik á móti Tyrkjum og svo var þetta svona skyldusigur úti á móti Lettunum síðast. Það væri frábært ef að við myndum ná í að minnsta kosti eitt stig á móti Hollendingunum á mánudaginn (morgun)," sagði Gylfi þegar hann hitti blaðamann á Hótel Nordica í dag. Gylfi býst við allt öðrum leik heldur en á móti Lettlandi þar sem íslenska liðið var með boltann nær allan tímann. „Þessi leikur mun eflaust snúast alveg við frá því í leiknum á móti Lettunum. Við eigum eftir að vera þéttir til baka en við ætlum samt að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því," sagði Gylfi. Íslenska liðið hefur fengið sex stig af sex mögulegum og er ekki ennþá búið að fá á sig mark eftir tvo leiki í undankeppni EM. „Allt liðið fær hrós fyrir það hvernig við erum búnir að verjast. Við erum mjög skipulagðir varnarlega og svo vörnin búin að standa fyrir sínu enda búnir að skalla allt frá og hreinsa allt í burtu. Þeir eiga því mikið lof skilið," sagði Gylfi. Framundan er leikur við Holland fyrir framan troðfullar stúkur á Laugardalsvellinum. „Það er búið að vera fullt á Laugardalsvellinum síðustu fimm til sex leikjum og það er mjög mikil stemning á vellinum og áhuginn á landinu fyrir landsliðinu er líka á mikill uppleið og það er mjög jákvætt," sagði Gylfi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15 Gylfi betri í dag en í gær Meiri líkur á að Gylfi spili gegn Hollandi á mánudag. 11. október 2014 11:30 Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12 Gylfi tileinkaði Emil og fjölskyldu hans sigurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, tileinkaði sigurinn á Lettum í kvöld samherja sínum Emil Hallfreðssyni og fjölskyldu hans. 10. október 2014 23:18 Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. „Markmiðið fyrir keppnina var alltaf að taka sex stig í þessum tveimur leikjum en ef að við eigum að vera sanngjarnir þá hefði fjögur stig verið mjög gott. Við áttum frábæran leik á móti Tyrkjum og svo var þetta svona skyldusigur úti á móti Lettunum síðast. Það væri frábært ef að við myndum ná í að minnsta kosti eitt stig á móti Hollendingunum á mánudaginn (morgun)," sagði Gylfi þegar hann hitti blaðamann á Hótel Nordica í dag. Gylfi býst við allt öðrum leik heldur en á móti Lettlandi þar sem íslenska liðið var með boltann nær allan tímann. „Þessi leikur mun eflaust snúast alveg við frá því í leiknum á móti Lettunum. Við eigum eftir að vera þéttir til baka en við ætlum samt að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því," sagði Gylfi. Íslenska liðið hefur fengið sex stig af sex mögulegum og er ekki ennþá búið að fá á sig mark eftir tvo leiki í undankeppni EM. „Allt liðið fær hrós fyrir það hvernig við erum búnir að verjast. Við erum mjög skipulagðir varnarlega og svo vörnin búin að standa fyrir sínu enda búnir að skalla allt frá og hreinsa allt í burtu. Þeir eiga því mikið lof skilið," sagði Gylfi. Framundan er leikur við Holland fyrir framan troðfullar stúkur á Laugardalsvellinum. „Það er búið að vera fullt á Laugardalsvellinum síðustu fimm til sex leikjum og það er mjög mikil stemning á vellinum og áhuginn á landinu fyrir landsliðinu er líka á mikill uppleið og það er mjög jákvætt," sagði Gylfi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15 Gylfi betri í dag en í gær Meiri líkur á að Gylfi spili gegn Hollandi á mánudag. 11. október 2014 11:30 Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12 Gylfi tileinkaði Emil og fjölskyldu hans sigurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, tileinkaði sigurinn á Lettum í kvöld samherja sínum Emil Hallfreðssyni og fjölskyldu hans. 10. október 2014 23:18 Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sjá meira
Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30
Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15
Gylfi betri í dag en í gær Meiri líkur á að Gylfi spili gegn Hollandi á mánudag. 11. október 2014 11:30
Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12
Gylfi tileinkaði Emil og fjölskyldu hans sigurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, tileinkaði sigurinn á Lettum í kvöld samherja sínum Emil Hallfreðssyni og fjölskyldu hans. 10. október 2014 23:18
Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05