
Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir

„Ökklinn er ágætur. Við erum búnir að vinna mjög mikið í honum síðustu daga, bæði í fluginu og upp á hóteli. Við vorum að langt fram á nótt eftir leikinn á föstudaginn," sagði Gylfi.
„Hann er ekki orðinn hundrað prósent en vonandi skánar hann meira í kvöld. Ég er að vonast til þess að geta spilað leikinn því þetta er líka leikur sem maður vill ekki sleppa sérstaklega þar sem að hann er hér á heimavelli," sagði Gylfi en bætti svo við:
„Ég verð samt að vera skynsamur og ef ökklinn verður ekki orðinn nógu góður þá verða engir „sjensar“ teknir," sagði Gylfi sem skokkaði bara á strigaskónum á æfingu liðsins í dag.
Tengdar fréttir

Gylfi: Vildi klára leikinn
Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks.

Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni
Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun.

Gylfi betri í dag en í gær
Meiri líkur á að Gylfi spili gegn Hollandi á mánudag.

Þolinmæðin skilaði sér í Riga | Myndir
Ísland vann góðan 3-0 sigur á Lettum í Riga í kvöld.

Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það
Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær.

Gylfi tileinkaði Emil og fjölskyldu hans sigurinn
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, tileinkaði sigurinn á Lettum í kvöld samherja sínum Emil Hallfreðssyni og fjölskyldu hans.

Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta.

Rúrik kom Gylfa til að hlæja | Myndband
Landsliðsstjarnan trufluð í viðtali við Vísi fyrir landsliðsæfingu í Riga í dag.