Sang-Moon Bae í lykilstöðu fyrir lokahringinn á Silverado 12. október 2014 12:00 Sang-Moon Bae var frábær á þriðja hring í gær. AP Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae er í frábærri stöðu fyrir lokahringinn á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni. Bae lék magnað golf á þriðja hring í gær eða á sjö höggum undir pari, en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum og svo glæsilegan örn á 17. holu. Hann er samtals á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan hinum unga Zachary Blair sem er á 12 höggum undir. Nokkrir öflugir kylfingar eru ofarlega á skortöflunni og ef Sang-Moon Bae verður ekki á tánum á lokahringnum gætu þeir gert atlögu að honum. Þar má nefna Matt Kuchar á 11 höggum undir, Hunter Mahan á 10 höggum undir sem og reynsluboltinn Retief Goosen. Skotinn Martin Laird sem leiddi eftir tvo hringi náði sér ekki almennilega á strik á þriðja hringnum í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann er þó enn á 11 höggum undir pari og gæti blandað sér í baráttuna um sigurinn með öflugum hring í kvöld. Lokahringurinn í þessu spennandi móti, sem fer fram á hinum glæsilega Silverado velli, verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 21:00. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae er í frábærri stöðu fyrir lokahringinn á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni. Bae lék magnað golf á þriðja hring í gær eða á sjö höggum undir pari, en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum og svo glæsilegan örn á 17. holu. Hann er samtals á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan hinum unga Zachary Blair sem er á 12 höggum undir. Nokkrir öflugir kylfingar eru ofarlega á skortöflunni og ef Sang-Moon Bae verður ekki á tánum á lokahringnum gætu þeir gert atlögu að honum. Þar má nefna Matt Kuchar á 11 höggum undir, Hunter Mahan á 10 höggum undir sem og reynsluboltinn Retief Goosen. Skotinn Martin Laird sem leiddi eftir tvo hringi náði sér ekki almennilega á strik á þriðja hringnum í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann er þó enn á 11 höggum undir pari og gæti blandað sér í baráttuna um sigurinn með öflugum hring í kvöld. Lokahringurinn í þessu spennandi móti, sem fer fram á hinum glæsilega Silverado velli, verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 21:00.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira