Enski boltinn

Pólland skellti heimsmeisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pólverjar fagna í kvöld.
Pólverjar fagna í kvöld. Vísir/Getty
Fjórum leikjum var að ljúka í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016. Þar bar helst sigur Pólverja á Þjóðverjum.

Pólland gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturnum á sínum heimavelli í kvöld, en Arkadiusz Milik skoraði fyrsta mark leiksins eftir 51. mínútu. Varamaðurinn Sebastian Mila tvöfaldaði forystuna undir lok leiks og Pólverjar eru með sex stig eftir tvo leiki, en Þjóðverjar þrjú.

Finnar og Grikkir gerðu jafntefli í F-riðli, en í sama riðli lögðu Norður-Írar frændur okkar Færeyja, 2-0.

Að lokum skildu Albanir og Danir jafnir í Albaníu, 1-1.

Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Pólland - Þýskaland 2-0

1-0 Arkadiusz Milik (51.), 2-0 Sebiastan Mila (88.)

Finnland - Grikkland 1-1

0-1 Nikos Karelis (24.), 1-1 Jarkko Hurme (55.)

Norður-Írland - Færeyjar 2-0

1-0 Gareth McAuley (6.), 2-0 Kyle Lafferty (20.)

Albanía - Danmörk 1-1

1-0 Ermir Lenjani (38.), 1-1 Lasse Vibe (81.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×