Krísa innan Þjóðleikhússins Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2014 07:00 Tinna & Tinna. Eldri myndin er frá 1985 þegar Tinna fór með hlutverk Snæfríðar Íslandssólar í Íslandsklukkunni en undanfarin tíu ár hefur Tinna gegnt hlutverki Þjóðleikhússtjóra. Snúin staða er komin upp í Þjóðleikhúsinu vegna meintra hagsmunaárekstra sem tengjast stöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur; til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk í húsinu sem hún nú stýrir.Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem hann óskar eftir sjónarmiðum Illuga Gunnarssonar vegna flókins máls sem komið er upp í Þjóðleikhúsinu. Erindi Stefáns er vegna undirliggjandi óánægju og ábendinga sem honum hafa borist. „Jú, það segir sig sjálft að einhver óánægja er með þetta eða einhverjum hefur fundist þetta óeðlilegt eða undarlegt,“ segir Stefán.Óþægilegt mál og snúið Ef allt fer sem horfir mun Tinna stíga á svið Þjóðleikhússins sem leikkona meðan hún er enn leikhússtjóri þar. Tinna lætur af störfum um áramótin, en hún hefur verið Þjóðleikhússtjóri undanfarin tíu ár. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri hefur falast eftir kröftum hennar sem leikkonu í Sjálfstætt fólk sem til stendur að frumsýna 26. desember. Ekki er búið að skrifa undir ráðningarsamning við Tinnu, og það sem meira er; óljóst er hver ætti að gera það því ekki skrifar Tinna undir ráðningarsamning við sjálfa sig. Málið er óþægilegt. Æfingar á Sjálfstæðu fólki hefjast á þriðjudaginn og ljóst er að einhver verður að höggva á hnútinn og þar kemur væntanlega til kasta Þjóðleikhúsráðs og/eða menntamálaráðherra.Þeir sem hún réði vilja ráða hana Þá hefur Tinna ráðið Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra til að setja upp sýningu innan Þjóðleikhússins. Kristín hefur, sem og Þorleifur Örn, jafnframt falast eftir því að Tinna taki að sér hlutverk í þeirri uppsetningu. Víst er að nokkur urgur er innan hins viðkvæma leikhúsheims vegna málsins, eins og erindi BHM ber með sér. Málið er flókið og þar takist á ýmis sjónarmið. Svo sem sanngirnissjónarmið, en Tinna var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið þá er hún tók við stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ráðning hennar er frá þeim tíma að teljast æviráðning. Til er hugtak sem kallast eðlilegar væntingar opinbers starfsmanns og er stjórnskipulegt hugtak. Á móti má spyrja hvort hugsanlega sé, eðli máls samkvæmt, tortryggileg ákvörðunin um að ráða þessa tilteknu leikstjóra til verks, sem svo falast eftir kröftum þess hins sama og réði þá?Fer senn á eftirlaun Stefán hjá BHM segir þetta óneitanlega sérstaka stöðu. Hann bendir á að Stefán Baldursson hafi leikstýrt meðan hann var Þjóðleikhússtjóri, Björn Zoega hafi fengið leyfi frá sínum yfirmönnum til að annast skurðaðgerðir meðan hann var forstjóri Landspítalans. „En, við fengum fyrirspurn, eða erindi og ákváðum í framhaldinu að kanna afstöðu ráðherra og ráðuneytisins til þessa. Án þess að við séum að setja okkur í neitt dómarasæti,“ segir Stefán sem væntir svars frá menntamálaráðherra hið fyrsta. Tinna er að fara á eftirlaun næsta haust samkvæmt 95 ára reglunni um kjör opinberra starfsmanna. Tinna var fastráðin leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Víst er að aðdáendur leikkonunnar Tinnu munu vilja gjarnan sjá hana á sviðinu en aðrir ekki, eftir atvikum. Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Snúin staða er komin upp í Þjóðleikhúsinu vegna meintra hagsmunaárekstra sem tengjast stöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur; til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk í húsinu sem hún nú stýrir.Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem hann óskar eftir sjónarmiðum Illuga Gunnarssonar vegna flókins máls sem komið er upp í Þjóðleikhúsinu. Erindi Stefáns er vegna undirliggjandi óánægju og ábendinga sem honum hafa borist. „Jú, það segir sig sjálft að einhver óánægja er með þetta eða einhverjum hefur fundist þetta óeðlilegt eða undarlegt,“ segir Stefán.Óþægilegt mál og snúið Ef allt fer sem horfir mun Tinna stíga á svið Þjóðleikhússins sem leikkona meðan hún er enn leikhússtjóri þar. Tinna lætur af störfum um áramótin, en hún hefur verið Þjóðleikhússtjóri undanfarin tíu ár. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri hefur falast eftir kröftum hennar sem leikkonu í Sjálfstætt fólk sem til stendur að frumsýna 26. desember. Ekki er búið að skrifa undir ráðningarsamning við Tinnu, og það sem meira er; óljóst er hver ætti að gera það því ekki skrifar Tinna undir ráðningarsamning við sjálfa sig. Málið er óþægilegt. Æfingar á Sjálfstæðu fólki hefjast á þriðjudaginn og ljóst er að einhver verður að höggva á hnútinn og þar kemur væntanlega til kasta Þjóðleikhúsráðs og/eða menntamálaráðherra.Þeir sem hún réði vilja ráða hana Þá hefur Tinna ráðið Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra til að setja upp sýningu innan Þjóðleikhússins. Kristín hefur, sem og Þorleifur Örn, jafnframt falast eftir því að Tinna taki að sér hlutverk í þeirri uppsetningu. Víst er að nokkur urgur er innan hins viðkvæma leikhúsheims vegna málsins, eins og erindi BHM ber með sér. Málið er flókið og þar takist á ýmis sjónarmið. Svo sem sanngirnissjónarmið, en Tinna var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið þá er hún tók við stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ráðning hennar er frá þeim tíma að teljast æviráðning. Til er hugtak sem kallast eðlilegar væntingar opinbers starfsmanns og er stjórnskipulegt hugtak. Á móti má spyrja hvort hugsanlega sé, eðli máls samkvæmt, tortryggileg ákvörðunin um að ráða þessa tilteknu leikstjóra til verks, sem svo falast eftir kröftum þess hins sama og réði þá?Fer senn á eftirlaun Stefán hjá BHM segir þetta óneitanlega sérstaka stöðu. Hann bendir á að Stefán Baldursson hafi leikstýrt meðan hann var Þjóðleikhússtjóri, Björn Zoega hafi fengið leyfi frá sínum yfirmönnum til að annast skurðaðgerðir meðan hann var forstjóri Landspítalans. „En, við fengum fyrirspurn, eða erindi og ákváðum í framhaldinu að kanna afstöðu ráðherra og ráðuneytisins til þessa. Án þess að við séum að setja okkur í neitt dómarasæti,“ segir Stefán sem væntir svars frá menntamálaráðherra hið fyrsta. Tinna er að fara á eftirlaun næsta haust samkvæmt 95 ára reglunni um kjör opinberra starfsmanna. Tinna var fastráðin leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Víst er að aðdáendur leikkonunnar Tinnu munu vilja gjarnan sjá hana á sviðinu en aðrir ekki, eftir atvikum.
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu