Sport

Elsti Íslendingurinn til að spila fullkominn leik

Davíð Löve.
Davíð Löve. mynd/aðsend
KR-ingurinn góðkunni, Davíð Löve, skráði sig á spjöld keilusögunnar í gær.

Þá náði Davíð að spila fullkominn leik með því að fá 300 stig. Tólf fellur í röð, takk fyrir.

Þetta er í fyrsta skiptið sem hinn reyndi Davíð nær að spila fullkominn leik. Það sem meira er þá er hann elsti Íslendingurinn til þess að ná 300 stigum en Davíð er sextugur.

Davíð hefur spilað keilu frá árinu 1985 og hefur spilað með KR síðan deildin var stofnuð.

Þessir Íslendingar hafa spilað fullkominn leik:

Ásgeir Þór Þórðarson, KGB - 2. feb. 1994

Ásgeir Þór Þórðarson, KGB - 2. mar. 1994

Sigurður Lárusson, ÍR - 8. jan. 1999

Jón Helgi Bragason, ÍR - 24. feb. 2000

Magnús Magnússon, KR - 13. maí. 2000

Freyr Bragason, KFR - 30. des. 2000

Björn Birgisson, KFR - 26. des. 2002

Steinþór G. Jóhannsson, ÍR - 16. okt. 2004

Hafþór Harðarson, KFR - 14. nóv. 2005

Hafþór Harðarson, KFR - 24. mar. 2007

Hafþór Harðarson, KFR - 1. apr. 2007

Magnús Magnússon, KR - 22. apr. 2007

Stefán Claessen, ÍR - 22. apr. 2007

Árni Geir Ómarsson, ÍR - 22. apr. 2007

Róbert Dan Sigurðsson, ÍR - 30. apr. 2007

Róber Dan Sigurðsson, ÍR - 15. maí 2007

Árni Geir Ómarsson, ÍR - 9. nóv. 2008

Björn Birgisson, KFA - 25. nóv. 2008

Jón Ingi Ragnarsson, ÍR - 9. maí 2009

Steinþór G. Jóhannsson, ÍR - 26. sept. 2009

Magnús Magnússon, ÍR - 25. okt. 2009

Kristján Arne Þórðarson, ÍR - 22. nóv. 2009

Magnús Magnússon, ÍR - 5. jan. 2010

Steinþór G. Jóhannsson, KFR - 25. apr. 2010

Arnar Sæbergsson, ÍR - 4. mar 2011

Kristján Arne Þórðarson, ÍR - 8. mar 2011

Hafþór Harðarson, ÍR - 28. apr 2011

Hafþór Harðarson, ÍR - 16. sept 2012

Guðlaugur Valgeirsson, KFR - 4. nóv. 2012

Arnar Sæbergsson, ÍR - 16. nóv. 2012

Magnús Magnússon, ÍR - 27. jan. 2013

Hafþór Harðarson, ÍR - 14. sept. 2013

Davíð Löve, KR - 28. okt. 2014




Fleiri fréttir

Sjá meira


×