Fótbolti

Rússar frumsýndu nýja HM-lógóið sitt í beinni frá geimstöðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nýja HM-lógóið á vegg leikhússins.
Nýja HM-lógóið á vegg leikhússins. Vísir/AFP
Rússar eru komnir á fullt í undirbúningi sínum fyrir HM í fótbolta árið 2018 en nú eru 1323 dagar þar til að heimsmeistarakeppnin verður sett í Rússlandi.

Í gær var lógó keppninnar frumsýnt og Rússar voru flottir á því og gerðu það frá Alþjóðlegu geimstöðinni sem er í um það bil 380 kílómetra frá jörðu.

Þrír rússneskir geimfarar sýndi heiminum nýja merkið í beinni sjónvarpsútsendingu í gær en útsendingin var einnig sýnd á risaskjá á hlið bolsévíska leikhússins í Moskvu.

FIFA setti inn myndband frá því þegar nýja HM-lógóið var frumsýnt í geimstöðinni.


Nýja lógóið er gullinn HM-bikar sem er í rússnesku fánalitunum. Sepp Blatter var staddur í Moskvu og sagði við það tækifærið að nýja lógóið ætti að tákna hjarta og anda rússnesku þjóðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×