Þeir sem eru með ælupest eiga ekki að drekka kóladrykki Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. október 2014 12:57 Þórður G. Ólafsson er yfirlæknir Læknavaktarinnar. „Þessi ælupest sem er að ganga núna er að mér sýnist nokkuð hefðbundin ælupest, en það er klárlega meira um hana en venjulega,“ segir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á læknavaktinni og Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts og heldur áfram: „Þessi pest gengur yfirleitt fljótt yfir. Fólki er óglatt og það ælir einn daginn en er jafnvel orðið frískt og mætt til vinnu daginn eftir.“ Hann segir mikilvægt að gæta að handþvotti og almennu hreinlæti. Þórður mælir með því að fólk drekki ekki kóladrykki þegar það er með ælupest. „Nei, kóladrykkir eru ekki góðir við magapestum. Þeir innihalda mikinn sykur, mikið koffein og svo eru þessir drykkir súrir í raun og veru, þeir eru með lágt PH-gildi. Það er ekki gott að drekka svona drykki þegar maður er með magakveisu. Til dæmis eykur koffein á þarmahreyfingar. Allt sem er sykrað getur aukið á niðurgang. Svo á maður á að forðast drykki með súrt innihald þegar maður er með magapest.“ Hann segir mikilvægt að innbyrða eitthvað sem inniheldur salt, sykur og vatn í réttum hlutföllum, þegar maður er með ælupest. „Til dæmis tærar bollasúpur. Síðan er jafnvel gott að fá sér sopa af Gatorade.“ Þóður leggur áherslu á að drekka lítið af vöka í einu en drekka þá frekar oftar. Sama á við þegar maður byrjar að borða fasta fæðu, eftir að pestin er gengin yfir. „Í fyrstu er ráðlegt að forðast sætindi; forðast sykur. Forðast það sem er tormelt, auk þess sem ég mæli með því að borða ekki sterkan eða brasaðan mat fyrstu dagana á meðan maður er að jafna sig.“ Þórður mælir með léttari mat fyrstu dagana eftir að magakveisan er gengin yfir. „Já, til dæmis getur verið gott að borða pasta, ristað brauð, tærar súpur og soðinn fisk. Eitthvað sem er létt í magann. Venjulega getur maður farið á almennt fæði mjög fljótt eftir að uppköstin eru búin. En það er mikilvægt að borða lítið í einu fyrst um sinn til þess að hlífa meltingarveginum.“ Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
„Þessi ælupest sem er að ganga núna er að mér sýnist nokkuð hefðbundin ælupest, en það er klárlega meira um hana en venjulega,“ segir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á læknavaktinni og Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts og heldur áfram: „Þessi pest gengur yfirleitt fljótt yfir. Fólki er óglatt og það ælir einn daginn en er jafnvel orðið frískt og mætt til vinnu daginn eftir.“ Hann segir mikilvægt að gæta að handþvotti og almennu hreinlæti. Þórður mælir með því að fólk drekki ekki kóladrykki þegar það er með ælupest. „Nei, kóladrykkir eru ekki góðir við magapestum. Þeir innihalda mikinn sykur, mikið koffein og svo eru þessir drykkir súrir í raun og veru, þeir eru með lágt PH-gildi. Það er ekki gott að drekka svona drykki þegar maður er með magakveisu. Til dæmis eykur koffein á þarmahreyfingar. Allt sem er sykrað getur aukið á niðurgang. Svo á maður á að forðast drykki með súrt innihald þegar maður er með magapest.“ Hann segir mikilvægt að innbyrða eitthvað sem inniheldur salt, sykur og vatn í réttum hlutföllum, þegar maður er með ælupest. „Til dæmis tærar bollasúpur. Síðan er jafnvel gott að fá sér sopa af Gatorade.“ Þóður leggur áherslu á að drekka lítið af vöka í einu en drekka þá frekar oftar. Sama á við þegar maður byrjar að borða fasta fæðu, eftir að pestin er gengin yfir. „Í fyrstu er ráðlegt að forðast sætindi; forðast sykur. Forðast það sem er tormelt, auk þess sem ég mæli með því að borða ekki sterkan eða brasaðan mat fyrstu dagana á meðan maður er að jafna sig.“ Þórður mælir með léttari mat fyrstu dagana eftir að magakveisan er gengin yfir. „Já, til dæmis getur verið gott að borða pasta, ristað brauð, tærar súpur og soðinn fisk. Eitthvað sem er létt í magann. Venjulega getur maður farið á almennt fæði mjög fljótt eftir að uppköstin eru búin. En það er mikilvægt að borða lítið í einu fyrst um sinn til þess að hlífa meltingarveginum.“
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira