Bilið örmjótt milli þriggja stærstu bílaframleiðendanna Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 12:43 Toyota er enn söluhæsti bílaframleiðandi heims. Það er alls ekki ljóst hvort Toyota, Volkswagen eða General Motors verður stærsti bílaframleiðandi heims við enda þessa árs, þó svo Toyota sé ennþá líklegast til að halda þeim titli. Toyota hefur selt 7,6 milljónir bíla fyrstu 9 mánuði ársins, Volkswagen 7,4 milljónir og GM 7,37 milljónir bíla. Toyota hefur aukið söluna um 3% á þessum 9 mánuðum, en á meðan jókst sala GM um 2%. Í tölum Toyota er einnig sala Lexus bíla, Hino Motors og Daihatsu. Volkswagen hefur birt sölutölur án sölu á trukkamerkjum fyrirtækisins og því gæti sala Volkswagen bílasamsteypunnar verið á pari við Toyota eða jafnvel orðin meiri. Öllum þessum bílaframleiðendum gekk vel að selja bíla í Bandaríkjunum og Kína. Toyota hefur gengið einstaklega vel í Bandaríkjunum á þessu ári en Volkswagen í Kína. Líklegt er að báðum þessum fyrirtækjum lukkist að selja yfir 10 milljónir bíla á þessu ári, en hvort þeirra verður söluhærra leiðir sala næstu þriggja mánaða í ljós. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Það er alls ekki ljóst hvort Toyota, Volkswagen eða General Motors verður stærsti bílaframleiðandi heims við enda þessa árs, þó svo Toyota sé ennþá líklegast til að halda þeim titli. Toyota hefur selt 7,6 milljónir bíla fyrstu 9 mánuði ársins, Volkswagen 7,4 milljónir og GM 7,37 milljónir bíla. Toyota hefur aukið söluna um 3% á þessum 9 mánuðum, en á meðan jókst sala GM um 2%. Í tölum Toyota er einnig sala Lexus bíla, Hino Motors og Daihatsu. Volkswagen hefur birt sölutölur án sölu á trukkamerkjum fyrirtækisins og því gæti sala Volkswagen bílasamsteypunnar verið á pari við Toyota eða jafnvel orðin meiri. Öllum þessum bílaframleiðendum gekk vel að selja bíla í Bandaríkjunum og Kína. Toyota hefur gengið einstaklega vel í Bandaríkjunum á þessu ári en Volkswagen í Kína. Líklegt er að báðum þessum fyrirtækjum lukkist að selja yfir 10 milljónir bíla á þessu ári, en hvort þeirra verður söluhærra leiðir sala næstu þriggja mánaða í ljós.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent