Robert Streb sigraði á McGladrey Classic eftir mikla dramatík 27. október 2014 11:34 Streb var vel að sigrinum kominn í gær. AP Það var mikil spenna á lokahring McGladrey Classic sem fram fór á Seaside vellinum um helgina en eftir 72 holur voru þrír kylfingar jafnir á 14 höggum undir pari. Það voru þeir Brendon De Jonge, Will Mackenzie og Robert Streb en sá síðastnefndi lék frábært golf á lokahringnum og kom inn 63 höggum eða sjö undir pari til þess að jafna við forystusauðina. Á fyrstu holu í bráðabananum datt Will MacKenzie út eftir að hafa fengið skolla en hinir tveir par. Streb fékk síðan fugl á annarri holu í bráðabana en De Jonge aðeins par og því sigraði hann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í tvö ár. Fjórir kylfingar deildu þriðja sætinu á 12 höggum undir pari, meðal annars sigurvegari síðasta árs, Chris Kirk, sem greinilega kann vel við sig á Seaside vellinum. Með sigrinum tryggði Streb sér rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé, þátttökurétt á Masters-mótinu á næsta ári og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö tímabil. Næsta mót á mótaröðinni verður CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í Malasíu en þar eru margir sterkir kylfingar skráðir til leiks. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það var mikil spenna á lokahring McGladrey Classic sem fram fór á Seaside vellinum um helgina en eftir 72 holur voru þrír kylfingar jafnir á 14 höggum undir pari. Það voru þeir Brendon De Jonge, Will Mackenzie og Robert Streb en sá síðastnefndi lék frábært golf á lokahringnum og kom inn 63 höggum eða sjö undir pari til þess að jafna við forystusauðina. Á fyrstu holu í bráðabananum datt Will MacKenzie út eftir að hafa fengið skolla en hinir tveir par. Streb fékk síðan fugl á annarri holu í bráðabana en De Jonge aðeins par og því sigraði hann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í tvö ár. Fjórir kylfingar deildu þriðja sætinu á 12 höggum undir pari, meðal annars sigurvegari síðasta árs, Chris Kirk, sem greinilega kann vel við sig á Seaside vellinum. Með sigrinum tryggði Streb sér rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé, þátttökurétt á Masters-mótinu á næsta ári og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö tímabil. Næsta mót á mótaröðinni verður CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í Malasíu en þar eru margir sterkir kylfingar skráðir til leiks.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira