Robert Streb sigraði á McGladrey Classic eftir mikla dramatík 27. október 2014 11:34 Streb var vel að sigrinum kominn í gær. AP Það var mikil spenna á lokahring McGladrey Classic sem fram fór á Seaside vellinum um helgina en eftir 72 holur voru þrír kylfingar jafnir á 14 höggum undir pari. Það voru þeir Brendon De Jonge, Will Mackenzie og Robert Streb en sá síðastnefndi lék frábært golf á lokahringnum og kom inn 63 höggum eða sjö undir pari til þess að jafna við forystusauðina. Á fyrstu holu í bráðabananum datt Will MacKenzie út eftir að hafa fengið skolla en hinir tveir par. Streb fékk síðan fugl á annarri holu í bráðabana en De Jonge aðeins par og því sigraði hann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í tvö ár. Fjórir kylfingar deildu þriðja sætinu á 12 höggum undir pari, meðal annars sigurvegari síðasta árs, Chris Kirk, sem greinilega kann vel við sig á Seaside vellinum. Með sigrinum tryggði Streb sér rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé, þátttökurétt á Masters-mótinu á næsta ári og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö tímabil. Næsta mót á mótaröðinni verður CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í Malasíu en þar eru margir sterkir kylfingar skráðir til leiks. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það var mikil spenna á lokahring McGladrey Classic sem fram fór á Seaside vellinum um helgina en eftir 72 holur voru þrír kylfingar jafnir á 14 höggum undir pari. Það voru þeir Brendon De Jonge, Will Mackenzie og Robert Streb en sá síðastnefndi lék frábært golf á lokahringnum og kom inn 63 höggum eða sjö undir pari til þess að jafna við forystusauðina. Á fyrstu holu í bráðabananum datt Will MacKenzie út eftir að hafa fengið skolla en hinir tveir par. Streb fékk síðan fugl á annarri holu í bráðabana en De Jonge aðeins par og því sigraði hann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í tvö ár. Fjórir kylfingar deildu þriðja sætinu á 12 höggum undir pari, meðal annars sigurvegari síðasta árs, Chris Kirk, sem greinilega kann vel við sig á Seaside vellinum. Með sigrinum tryggði Streb sér rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé, þátttökurétt á Masters-mótinu á næsta ári og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö tímabil. Næsta mót á mótaröðinni verður CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í Malasíu en þar eru margir sterkir kylfingar skráðir til leiks.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira