Robert Streb sigraði á McGladrey Classic eftir mikla dramatík 27. október 2014 11:34 Streb var vel að sigrinum kominn í gær. AP Það var mikil spenna á lokahring McGladrey Classic sem fram fór á Seaside vellinum um helgina en eftir 72 holur voru þrír kylfingar jafnir á 14 höggum undir pari. Það voru þeir Brendon De Jonge, Will Mackenzie og Robert Streb en sá síðastnefndi lék frábært golf á lokahringnum og kom inn 63 höggum eða sjö undir pari til þess að jafna við forystusauðina. Á fyrstu holu í bráðabananum datt Will MacKenzie út eftir að hafa fengið skolla en hinir tveir par. Streb fékk síðan fugl á annarri holu í bráðabana en De Jonge aðeins par og því sigraði hann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í tvö ár. Fjórir kylfingar deildu þriðja sætinu á 12 höggum undir pari, meðal annars sigurvegari síðasta árs, Chris Kirk, sem greinilega kann vel við sig á Seaside vellinum. Með sigrinum tryggði Streb sér rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé, þátttökurétt á Masters-mótinu á næsta ári og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö tímabil. Næsta mót á mótaröðinni verður CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í Malasíu en þar eru margir sterkir kylfingar skráðir til leiks. Golf Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það var mikil spenna á lokahring McGladrey Classic sem fram fór á Seaside vellinum um helgina en eftir 72 holur voru þrír kylfingar jafnir á 14 höggum undir pari. Það voru þeir Brendon De Jonge, Will Mackenzie og Robert Streb en sá síðastnefndi lék frábært golf á lokahringnum og kom inn 63 höggum eða sjö undir pari til þess að jafna við forystusauðina. Á fyrstu holu í bráðabananum datt Will MacKenzie út eftir að hafa fengið skolla en hinir tveir par. Streb fékk síðan fugl á annarri holu í bráðabana en De Jonge aðeins par og því sigraði hann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í tvö ár. Fjórir kylfingar deildu þriðja sætinu á 12 höggum undir pari, meðal annars sigurvegari síðasta árs, Chris Kirk, sem greinilega kann vel við sig á Seaside vellinum. Með sigrinum tryggði Streb sér rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé, þátttökurétt á Masters-mótinu á næsta ári og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni næstu tvö tímabil. Næsta mót á mótaröðinni verður CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í Malasíu en þar eru margir sterkir kylfingar skráðir til leiks.
Golf Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira