Audi í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 09:44 Audi keppnisbílar af ýmsu tagi. Margir hafa velt fyrir sér af hverju Audi og Porsche eru með sitthvort liðið í Le Mans þolaksturskeppninni, en hvorugt í Formúlu 1. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar og nú virðist einhver gerjun eiga sér stað varðandi þátttöku Volkswagen merkjanna í akstursíþróttum. Líklegast er að Audi muni tefla fram liði í Formúlu 1 og vinnur nú að þróun 6 strokka vélar fyrir slíkan keppnisbíl, en hann yrði búinn tvinnaflrás. Þátttaka Audi yrði í samstarfi við Red Bull og mestar líkur eru á að Audi taki sæti Renault liðsins, sem einnig er í samstarfi við Red Bull, eða taki alveg yfir lið Toro Rosso. Audi hefur ekki verið í Formúlu 1 frá því fyrir stríð, en endurkoma þar yrði mörgum gleðiefni. Audi hefur unnið 13 af síðustu 15 ár í Le Mans þolaksturkeppninni, hefur ekkert lengur að sanna þar og myndi draga sig úr keppni á þeim vettvangi ef þátttaka verður að veruleika í Formúlu 1. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent
Margir hafa velt fyrir sér af hverju Audi og Porsche eru með sitthvort liðið í Le Mans þolaksturskeppninni, en hvorugt í Formúlu 1. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar og nú virðist einhver gerjun eiga sér stað varðandi þátttöku Volkswagen merkjanna í akstursíþróttum. Líklegast er að Audi muni tefla fram liði í Formúlu 1 og vinnur nú að þróun 6 strokka vélar fyrir slíkan keppnisbíl, en hann yrði búinn tvinnaflrás. Þátttaka Audi yrði í samstarfi við Red Bull og mestar líkur eru á að Audi taki sæti Renault liðsins, sem einnig er í samstarfi við Red Bull, eða taki alveg yfir lið Toro Rosso. Audi hefur ekki verið í Formúlu 1 frá því fyrir stríð, en endurkoma þar yrði mörgum gleðiefni. Audi hefur unnið 13 af síðustu 15 ár í Le Mans þolaksturkeppninni, hefur ekkert lengur að sanna þar og myndi draga sig úr keppni á þeim vettvangi ef þátttaka verður að veruleika í Formúlu 1.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent