Gluggalausar en tæknivæddar flugvélar framtíðarinnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. október 2014 22:19 Hægt væri að fylgjast með útsýninu á rauntíma. Mynd/CPI/Youtube Í framtíðinni gætu flugvélar orðið gluggalausar, og veggirnir útbúnir með sérstökum tölvubúnaði þannig að hægt verði að sjá útsýnið á alla kanta. Fyrirtækið Centre for Process Innovation (CPI) sérhæfir sig í nýsköpun; vinnur með fyrirtækjum að þróa hugmyndir sem koma sér vel til framtíðar. Fyrirtækið hefur nú birt myndband af flugvélum framtíðarinnar. Með því að taka í burtu þykka glugga flugvélanna eins og við þekkjum þær nú á dögum væri hægt að spara bensín, styrkja vélarnar, stækka sætin og með hjálp tölvutækninnar njóta útsýnisins úr fluginu sem aldrei fyrr. Með sérstökum tölvubúnaði væri hægt að varpa myndum á veggi flugvélarinnar og þannig fylgjast með hvað væri að gerast utandyra á rauntíma. Dr. Jon Helliwell, talsmaður CPI, bendir á að fraktflugvélar séu gluggalausar því það spari eldsneytiskostnað. „Og ef maður hugsar málið, þá sér maður að ef þetta yrði gert í farþegafluginu myndu í raun bara farþegarnir í gluggasætunum finna fyrir því ef gluggarnir væru fjarlægðir." En til þess að allir geti notið útsýnisins sé hægt að vinna með nýjustu tækni. Helliwell telur að hugmyndin taki tíu ár í þróun. Talið er að gífurlegur sparnaður á eldsneyti fylgi þessum breytingum á flugvélum, auk þess sem flugið ætti að verða mun eftirminnilegra, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í framtíðinni gætu flugvélar orðið gluggalausar, og veggirnir útbúnir með sérstökum tölvubúnaði þannig að hægt verði að sjá útsýnið á alla kanta. Fyrirtækið Centre for Process Innovation (CPI) sérhæfir sig í nýsköpun; vinnur með fyrirtækjum að þróa hugmyndir sem koma sér vel til framtíðar. Fyrirtækið hefur nú birt myndband af flugvélum framtíðarinnar. Með því að taka í burtu þykka glugga flugvélanna eins og við þekkjum þær nú á dögum væri hægt að spara bensín, styrkja vélarnar, stækka sætin og með hjálp tölvutækninnar njóta útsýnisins úr fluginu sem aldrei fyrr. Með sérstökum tölvubúnaði væri hægt að varpa myndum á veggi flugvélarinnar og þannig fylgjast með hvað væri að gerast utandyra á rauntíma. Dr. Jon Helliwell, talsmaður CPI, bendir á að fraktflugvélar séu gluggalausar því það spari eldsneytiskostnað. „Og ef maður hugsar málið, þá sér maður að ef þetta yrði gert í farþegafluginu myndu í raun bara farþegarnir í gluggasætunum finna fyrir því ef gluggarnir væru fjarlægðir." En til þess að allir geti notið útsýnisins sé hægt að vinna með nýjustu tækni. Helliwell telur að hugmyndin taki tíu ár í þróun. Talið er að gífurlegur sparnaður á eldsneyti fylgi þessum breytingum á flugvélum, auk þess sem flugið ætti að verða mun eftirminnilegra, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira